Áfram með smjörið

Jæja þá er best að halda áfram að blogga en ég ákvað að eftir tímabilið í sumar að hvíla mig aðeins á þessu og er mánaðarstopp alveg ágæt pása. Manni hefur tekist að afreka ýmislegt á þessum mánuði eins og það að snerta ekki fótbolta og þar af leiðandi safnað örfáum aukakílóum á beltið. Einnig hef ég látið undan gríðarlegri pressu og er að henda upp eitt stk facebook síðu núna en ég var búinn að lofa sjálfum mér því að láta það alveg vera. Sum loforð eru bara gerð til að svíkja þau, þannig er það bara.

Maður veit ekkert hvernig boltamálin koma til með að standa hjá okkur Fjölnismönnum en mér skilst að það sé nú verið að krunka í eitthvað af stóru bitunum okkar. Við hinir bíðum bara spakir og komum til með að starta 17.nóv. Talandi um 17 þá er nú spurning hvort að maður haldi þeirri tölu bara áfram eða ráðist á sjöuna þar sem hún er nú laus eftir að "pústið" sprakk og ákvað að leggja skóna á hilluna frægu. 

Enski er náttúrlega löngu byrjaður og verð ég að segja að ég er ekki alveg nógu sáttur með mína menn. Ég er á því að nú verði meistari Wenger að nota einhverja aura til að ná sér í allavega einn miðjumann sem maður þekkir og kostar alveg 15m plús. Það er á hreinu að við erum alveg einu skrefi á eftir þeim bestu og verðum það næstu 4-5 ár ef karlinn gerir ekkert annað en að búa til leikmenn sem er ekki alslæmt. Í kvöld er það meistaradeildin en við erum að tryggja okkur í 16 liða úrslit með sigri.

 

Óli Stefán......að halda áfram með þetta facebook dæmi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband