Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Af hverju tölum við ekki inná bíómyndir

Ég bara skil ekkert í því en eins og sjá má á þessu broti þá kemur það ekkert verr út hjá Þjóðverjum heldur á enskri tungu.

Stórmyndin 300 er náttúrlega bara betri þegar talað er inná hana 

 

Óli Stefán......sem er að ná svona svipuðum magavöðvum og þeir í 300 eftir vikunotkun á magabeltinu 

 

 


Roling Stones Shine a light

Ég hef alla tíð haft gríðarlegan áhuga á tónlist og þá sér í lagi tónlist frá tíma þegar að Bítlarnir og Stones komu fram tímanum eftir það. Ég á sjálfsagt föður mínum það að þakka enda mikill tónlistarspekúlant þar á ferð. Ég hef klárlega verið með Bítlana, Stones og The Dors ásamt öllum þeim snillingum sem voru í gangi þá í botni í móðurkviði. Það leið ekki sá dagur að annaðhvort karlinn væri með einhverja plötuna í gangi eða spilandi sjálfur á gítarinn þegar að maður svo ólst upp þannig að á unglingsárum mínum voru þetta hljómsveitirnar sem maður hlustaði á og geri enn þann dag í dag.

Á dögunum skelltum við feðgarnir okkur svo í bíó á myndina Shine A Light sem er tónleika mynd Roling Stones eftir meistara Martin Scorsese. Þarna er áhorfendanum sýnt alvöru tónleika með alvöru hljómsveit. Við erum að tala um útúrlifaða gamlingja sem eru langt gengnir í sjötugt þó að það sjáist hvergi nærri á frammistöðu þeirra. Þvílíkur kraftur í þessum töffurum og þvílík orka. Mick Jagger er gjörsamlega á fullu allan tímann og þó að maður haldi að Keith Richards sé að gefa upp öndina í hverju lagi þá virðist hann aldrei hafa verið betri. Þeir fá síðan listamenn úr öllum áttum og Jagger er meðal annars að slátra gyðjunni Cristinu Aguileru í kynþokka þarna.

Við feðgarnir létum vel um okkur fara í lúxussal og á köflum fannst maður maður bara vera upp við sviðið þarna í Boston slík var stemmningin. Það er allavega klárt að þarna var maður að ná einhverskonar broti af upplifun sem fylgir því að fara á tónleika með stærstu hljómsveit allra tíma.

Óli Stefán......sem er með Sympathy for the devil í botni núna 


15 dagar til "jóla"

Já það styttist óðum í Íslandsmótið góða. Manni líður eins og krakka að telja niður til jóla. Ég á von á því að þetta Íslandsmót verði með því betra frá upphafi. Í ár eru óvenjumargir kandídatar á titilinn en fyrir utan Val og FH gætu komið lið eins og KR, Breiðablik, Fylkir og ÍA. Fram hefur verið að spila sannfærandi í vetur og gætu þess vegna verið ofarlega. Mitt lið fer inní mótið sem spurningamerk og ekkert óeðlilegt við það að menn reikni með okkur við botninn en þar á baráttan eftir að verða hörð líka.

Í ár er eins og flestir vita búið að fjölga í deildinni og verður þetta 12 liða barátta. Ég spilaði síðasta sumar í fyrstu deildinni í 12 liða deild og er þetta miklu skemmtilegra fyrirkomulag en ég hafði reyndar rosalega gaman að því að spila við lið sem ég hafði ekki spilað við áður og farið á staði sem ég hafði ekki komið til áður.

Þriðja umferð verður frekar sérstök fyrir mig. Ég er þá í fyrsta skipti að fara að spila á móti Grindavík í Grindavík en á þeim velli hefur maður átt sínar bestu stundir. Maður hefur spilað þar nokkuð marga leiki og sigrarnir töluvert fleiri en töpin. Ég sá á einhverjum netmiðli á dögunum að þessum leik verður sjónvarpað enda örugglega hörku leikur tveggja liða sem fara inn í þetta mót sem óskrifað blað.  

Hér í Grafarvogi finnur maður að það er að myndast hörku stemmning og á eftir verður fundur með stuðningsmönnum í Egilshöllinni. Þar á að kynna leikmenn ásamt því að Ási og Kristó fara yfir veturinn og það sem framundan er. Við erum komnir með hörku meistaraflokksráð með Eggert Skúlason í broddi fylkingar og nú standa yfir framkvæmdir á vellinum þar sem eiga að koma sæti áhorfendur. Við Fjölnismenn erum því að verða klárir í stærsta bardaga félagsins til þessa.

Óli Stefán.......sem sem vill minna Dabba Rú og Óla Palla á það að gamli hefur ekki verið í tapliði síðan fyrir Portúgalsferðina góðu. 


Mótvindur

Vá hvað maður er hissa á mörgum Liverpool mönnum. Það eru flest allir búnir að gjörsamlega afhausa Riise fyrir þetta sjálfsmark. Ég sé ekki marga tala um færin sem að Torres klikkaði á. Það er svo mikil einföldun á málinu að hengja bara upp einn sökudólg og þá á  málið bara að vera afgreitt. Menn sjá oft úr hverju menn eru gerðir þegar að á móti blæs og maður sér það á mörgum Púllurum í dag, það veit guð að maður hefur þurft að sýna það síðasta mánuð sem Arsenalmaður og núna sýnir Riise bara úr hverju hann er gerður blessaður.

Liverpool átti skilið sigur úr þessari viðureign en það er ekki alltaf spurt að því og það þekki ég einnig sem Arsenal maður

Óli Stefán......sem grét jöfnunarmarkið þurrum tárum.


mbl.is Riise skoraði sjálfsmark og tryggði Chelsea jafntefli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stóri Björn

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson heitir mikill snillingur út Grindavík. Sibbi, eins og hann er kallaður, hefur gríðarlegan áhuga á körfubolta þó að hann hafi nú á yngri árum verið meira fyrir fótboltann og er hann meðal annars maðurinn á bak við það að meistari Lee Sharpe hafi komið og spilað í Grindavík. Hann er í dag í stjórn körfuboltans og vil ég meina það að hann eigi einn stærstan þátt í uppgangi körfunnar í Grindó. Eftir hvern leik koma gríðarlega flottir pistlar á heimasíðunni sem hafa vakið mikla lukku. Sibbi reyndi fyrir sér í körfunni en eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan þá gekk sá draumur ekki upp. Hann má þó eiga það karlinn að hafa spilað nokkra leiki í efstu deild fyrir Grindavík í fótbolta enda af hinum gríðarlega sterka 1975 árgangi þar. Þó að hann sé nokkuð þekktur fyrir afrek sín á körfubolta og fótboltavellinum þá er hann þó öllu þekktari fyrir afrek sitt í einum besta Djúpulaugar þætti sem gerður var. Enn í dag er verið að stoppa hann út á götu og spyrja hann hvort að hann sé ekki hinn eini sanni STÓRI BJÖRN.

Strákurinn vann leiksigur í léttu gríni af flugleiða auglýsingu sem fræg var á sínum tíma

 

 Óli Stefán.....sem var svo frægur að vera með Sibba í þessum umtalaða Djúpulaugarþætti


Magabelti

Jæja þá fær maður loksins að láta reyna aðeins á skrokkinn í kvöld þegar að maður mætir á sína fyrstu æfingu í tvær vikur. Já karlinn er bara búinn að vera í næsheitum hjá sjúkraþjálfara og ekkert fengið að æfa nema hjóla og lyfta á efri skrokkinn. Núna um helgina fékk ég lánað þessháttar magabelti hjá KA manninum sem er bara nokkuð þægilegt. Þetta virkar þannig að maður setur þetta bara á magann og stillir styrk og tíma og svo sér beltið um magaæfingarnar á meðan ég t.d skrifa þessa bloggfærslu. Ef það er eitthvað að marka myndirnar sem fylgja þessu þá ætti maður að vera kominn með myndar þvottabretti áður en maður veit af.

Óli Stefán......sem var ótrúlega ánægður með steggjunina hans Rikka á laugardaginn 


Jankó og aðstoðarþjáfarinn Dragan

Þetta myndband náðist af þeim félögum þegar að við spiluðum við Fjarðabyggð í fyrra.

 

Óli Stefán......sem væri til í að eiga báða þessa sixpencara 


Biðin styttist

Mikið djöfull er leiðinlegt að vera meiddur. Ég hef verið á morgun frá í tvær vikur og það er eitthvað sem að mér finnst bara alls ekki sniðugt. Á mánudag hóf ég meðferð hjá Ólafi Guðbjörnssyni og hefur það gengið vonum framar. Strax á örðum degi var sársaukinn minni og er hann núna eiginlega bara horfinn. Maður verður samt að halda að sér höndum því að ef maður fer að keyra of snemma af stað gæti þessi vinna í vikunni farið fyrir lítið. Það eru núna þrjár vikur í mót þannig að maður hefur smá svigrúm til að sýna vott af skynsemi og vonandi borgar það sig en eftir helgi fæ ég að fara rólega af stað.

Eins og ég sagði þá eru þrjár vikur í mót og Ási búinn að setja upp þrá leiki fram að móti. Við spilum við Hauka á sunnudag í Fífunni. Á Laugardag eftir viku eigum við svo leik við Aftureldingu og svo um mánaðarmótin spilum við leik við Fylki og ætti það að vera síðasti leikur fyrir fyrsta leik í Íslandsmóti sem hefst 10 maí við Þrótt úti.

Nú þegar að Fjölnismenn eru í efsti deild í fyrsta skipti þá verða menn að vera undir allt búnir því að þetta er deild athyglinnar. Maður getur alltaf átt von á því að vera kominn í viðtal við Hödda Magg án þess að vera undir það búinn og tilbúinn að svara flóknustu spurningum. Tómas Leifsson gæti lent í vandræðum ef að hann bætir ekki viðtalstæknina frá því í fyrra þegar að hann lenti í hinum ótrúlega lúmska Kristó "Skúla" Sigurgeirs (sem er fyrir þá sem ekki vita aðstoðarþjálfari liðsins)

 

 

Óli Stefán.....sem að er nú búinn að sjá "Skúla" í viðtali og var það nú bara býsna fyndið

 


Handklæðinu kastað

Stundum er lífið bara ekki sanngjarnt og maður er ekki alltaf að uppskera eins og maður sáir. Þetta þekkja flestir og við Arsenalmenn mætavel eftir uppskeru síðustu vikna og menn búnir að gefa meistaratitilinn frá sér. Meistari Wenger er svo mikill snillingur og hugsuður að maður tekur það sem hann er að gera og það sem karlinn stendur fyrir miklu frekar en titill á þessu seasoni. Ég er bara svo ánægður með hans stefnu að byggja upp og búa til lið frekar en að láta þessa blessuðu peninga ráða öllu. Wenger skilar af sé miklum hagnaði og er klárlega í miklum plús síðan að hann tók við liðinu. Hann hefur keypt leikmenn eins og Viera, Henry, Petit, Overmars, Lungberg, Fabregas og fleiri á klink og gert þá að alvöru leikmönnum. Þetta sýnir svolítið styrk hans og það sem hann hefur framyfir flesta stjóra. Reyndar ætla ég aldrei að taka það sem Alex Ferguson hefur gert fyrir United því það er afrek sem erfitt er að leika eftir.

Í dag mæla allir árangur í titlum eða peningum en það sem mitt lið hefur gert á þessu tímabili er afrek. Við skulum ekki gleyma því að það var talað um Arsenal fyrir neðan topp 5 því menn áttu von á Liverpool og Tottenham fyrir ofan þá. Arsenal er búið að vera óheppið með meiðsl og misst menn eins og Van Perse og Eduardo Da Silva í alvarleg meiðsl. Ég er núna eftir mesta svekkelsið búinn að spá aðeins í þessu tímabili og er virkilega ánægður hversu langt við fórum á jafn óreyndum mannskap og raun bara vitni og í stað þess að svekkja sig á dollu sem kom ekki í ár styð ég minn mann í hans framtíðarplönum og hans leikstíl sem að allir aðdáendur fótboltans elska

 

Óli Stefán......sem að er að gera sig kláran í leik Grindavíkur og Snæfells ásamt Pétri Markan. Hver hefði trúað því að hann væri svona mikill körfuboltaáhugamaður og hvað þá stuðningsmaður Grindavíkur??


Hommalegasti leikmaður Fjölnis 2008??

Já það var margt til málanna lagt í þessari æfingaferð okkar til Portúgals í síðustu viku. Eina góða kvöldstund þegar að við vorum búnir að koma okkur fyrir á Indverskum stað og vorum að bíða eftir brjálæðislega sterkum matnum þá ákváðum við herbergisfélagarnir undirritaður og Davíð Þór að útbúa kosningu um það hver væri hommalegastur af leikmönnum. Auðvitað var um lokaða kosningu að ræða, allavega þangað til úrslit voru ráðin. Þarna var úr auðugum garði að gresja enda samansafn af strákum sem komu sterklega til greina. Séra Pétur Markan sigraði með einu stigi en það má segja að hann hafi unnið á því að kjósa sjálfan sig. Undirritaður lenti svo í fimmta sæti með þrjú stig og eftir mikla rannsóknarvinnu komst ég að því hverjir það voru sem kusu strákinn.

Þeir sem kusu Óla Stefán aka Friðrik Ómar (ath að hægt er að smella á myndirnar til að stækka þær)

Ásgeir Aron Ásgeirsson en sem betur fer er nú ekkert hommalegt við þann dreng því annars myndi ég skjóta hann í kaf

picture_166[2]

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ómar Hákonarson sem að er hér lengst til hægri á myndinni ásamt sigurvegara keppninnar honum Pétri Markan í miðjunni. Eins og sjá má er ekki vottur af hommagenum í þessum mæta dreng. Þess má geta að þeir voru herbergisfélagar í ferðinni. 

picture_059[2]

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tómas Leifsson þjáningabróðir minn. Hann er í raun sá eini sem hafði verulega efni á því að velja mig enda 100% karlmenni þarna á ferð. Þar að auki var hann undir mikilli pressu frá Geira og Ómari að velja eins þeir og þar sem Tommi er með valkvíða þá lét hann undan blessaður

tomas_leifsson_%5B800x600%5D[1]

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Friðrik Ómar......sem valdi sjálfur Magga Einars  


Næsta síða »

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband