Meistari Clapton og ég

Furðulegt hvað maður lendir oft í því að glamra einhver lög með einhverjum einum tónlistamanni. Núna er Clapton spilaður dag og nótt og þá helst gömlu góðu lögin. Ég fór nú ekki á tónleikana með Eric Clapton i Egilshöllinni í sumar enda var nóg fyrir mig að tilla mér hér á svölunum með kaldan og hlusta því tónlistin glumdi um allan voginn. Ég gjörsamlega dýrka gömlu góðu lögin hans eins og Layla, Tears in Haven og svo auðvitað Wonderful tonight sem ég er einmitt að hamast við spila núna.

 

 

Óli Stefán...... sem dustaði rykið af rafmagnsgítarnum til að spila Clapton


Vel gert Wenger

Já þar kom að því að hann valdi fyrirliða að mínu skapi. Ég hef verið hundóánægður með þessa fyrirliða sem hann hefur valið síðan að Viera var og hét. Fabregas er þrátt fyrir ungan aldur leikmaður sem menn bera virðingu fyrir. Hann er mikill leiðtogi á velli, kemur virkilega vel fyrir í viðtölum og virðist hafa Arsenal hjarta úr gulli. Við skulum vona að þetta sé fyrsta skrefið af mörgum í átt að toppnum þar sem þessi klúbbur á að vera.
mbl.is Fabregas tekur við fyrirliðabandinu hjá Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mínir menn í bullinu

Já það er óhætt að segja að Arsenal sé ekki alveg í sínu besta formi þessa dagana. Maður hélt að þetta væri nú að koma þegar að Man Utd var lagt að velli en síðan þá hefur leiðin legið beint niður á við. Gallas er heldur ekkert að bæta standið hjá mínum mönnum með endalausu bulli í blöðunum. Einhvernvegin hefur þessi franski strákur aldrei heillað mig og ég var furðu lostinn þegar að meistarinn gerði hann að fyrirliða. Vonandi að Fabregas eða Kolo Toure fái bandið og leiði liðið úr þessum öldudal sem það er í núna.

Núna er íslenski boltinn farinn að rúlla eða leikmennirnir allavega farnir að púla. Þessi vika sem er senn að baki er einhver sú erfiðasta sem ég hef kynnst sem leikmaður. Ég hef varla getað gengið síðan á miðvikudag sökum harðsperra en samt náði maður að klóra sig í gegnum tæplega þriggja tíma æfingu í morgun. Auðvitað eru ljósir punktar í myrkrinu því að við höfum nú spilað tvisvar á æfingu í þessari viku og bæði skiptin hefur gamli kérlinn verið í vinning tíminu. Í morgun var það reyndar óvenju tæpt en mitt lið vann samt nokkuð sannfærandi í þriggja liða móti sem haldið var. Andri Valur, Gunni M og félagar vinna kannski næst en mikið verða þeir samt að bæta sig ef svo á að vera. 

 

Óli Stefán......sem er næstum því farinn að geta reimað á sig skóna þar sem harðsperrurnar eru aðeins að minnka


Dennis Berkamp

Ég og Jóhann frændi sem er mikill Arsenal aðdáandi vorum að ræða einn mesta snilling í sögu Arsenal, Dennis Berkamp. Við viljum meina það að hann eigi fallegasta mark úrvalsdeildarinnar frá upphafi þegar að hann skoraði gull af marki á móti Newcastle. Markið er fyrsta markið sem sýnt er í þessari glæsilegu markasyrpu í boði Berkamps. Þulurinn er ekkert að missa sig í öðru markinu í syrpunni


Edward Norton

Eins og ég hef skrifað um hér áður er ég mikill áhugamaður um kvikmyndir og leikara. Ég hef agalega gaman að því að fylgjast með þeim leikurum sem hafa haft áhrif með stórleik úr hinum og þessum myndum. Nýlega horfði ég á American History X með stórleikaranum Edward Norton sem hefur lengi vel verið einn af mínum uppáhalds leikurum. Það er alveg óhætt að fullyrða að strákurinn er sjúkur í hlutverki sínu sem nýnasisti 

 

Óli stefán..........sem ætlar að taka Fight Club næst í þessari Norton viku

 


Underdogs í dag

Ég verð bara að viðurkenna það að ég er ekkert alltof bjartsýnn fyrir þennan leik. Gengið að undanförnu hefur ekki verið sannfærandi plús það að nokkrir af lykilmönnum eru fjarri góðu gamni. Það hefur þó oftar en ekki verið þannig að þegar maður nánast afskrifar Byssurnar þá rísa þeir upp. Mikið svakalega vona ég að sú verði raunin í dag því ég þekki bara allt of marga United menn sem eiga eftir að láta mann heyra það ef úrslitin verða þeim í hag.

Óli Stefán........ sem spáir leiknum 2-2. Nasri og Diaby skora mörk okkar manna en G.Nevile og Rooney mörk Rauðu Djöflanna


mbl.is Nú er að duga eða drepast fyrir Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristó "Skúli" Sigurgeirs

Vinur minn hann Kristó hefur ákveðið að söðla um og taka við rauð hvíta hernum úr Sandgerði. Ég verð segja að Sandgerðingar eru klárlega að fá dreng góðan sem á örugglega eftir að skila góðum árangri. Kristó hefur verið stór hluti af uppgangi Fjölnismanna síðustu þar sem hann hefur verið Ásmundi þjálfara til halds og traust. Það verður klárlega mikil eftirsjá í Skúla en um leið gaman að sjá hvernig honum reiðir af sem aðalþjálfara og ennþá forvitnilegra að sjá hvernig hann verður sem leikmaður því karlinn sýndi oft á tíðum frábær tilþrif á æfingum í sumar hjá okkur.


mbl.is Kristófer ráðinn þjálfari Reynis Sandgerði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Koma svo gulir!

Ég sá einmitt leik liðanna í úrslitum Powerade keppninnar nú í haust. Þar var boðið upp á einn besta körfuboltaleik sem ég hef séð og ljóst er að þetta eru tvö bestu liðin í deildinni í dag. Reyndar létum við kanann okkar fara en KRingar héldu sínum þannig að okkar lið er aðeins veikara plús það að Arnar Freyr er í banni. Á móti hefur Paxel farið hamförum og verið leikmaður tímabilsins hingað til. Ég kemst því miður ekki á þennan leik en það eru víst fjölmargir úr Grindavíkinni sem ætla að gera sér fer á hann. Mín spá er að Grindavík vinni þennan leik 90-95

 


mbl.is KR sigraði Grindavík í toppslagnum 82:80
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram með smjörið

Jæja þá er best að halda áfram að blogga en ég ákvað að eftir tímabilið í sumar að hvíla mig aðeins á þessu og er mánaðarstopp alveg ágæt pása. Manni hefur tekist að afreka ýmislegt á þessum mánuði eins og það að snerta ekki fótbolta og þar af leiðandi safnað örfáum aukakílóum á beltið. Einnig hef ég látið undan gríðarlegri pressu og er að henda upp eitt stk facebook síðu núna en ég var búinn að lofa sjálfum mér því að láta það alveg vera. Sum loforð eru bara gerð til að svíkja þau, þannig er það bara.

Maður veit ekkert hvernig boltamálin koma til með að standa hjá okkur Fjölnismönnum en mér skilst að það sé nú verið að krunka í eitthvað af stóru bitunum okkar. Við hinir bíðum bara spakir og komum til með að starta 17.nóv. Talandi um 17 þá er nú spurning hvort að maður haldi þeirri tölu bara áfram eða ráðist á sjöuna þar sem hún er nú laus eftir að "pústið" sprakk og ákvað að leggja skóna á hilluna frægu. 

Enski er náttúrlega löngu byrjaður og verð ég að segja að ég er ekki alveg nógu sáttur með mína menn. Ég er á því að nú verði meistari Wenger að nota einhverja aura til að ná sér í allavega einn miðjumann sem maður þekkir og kostar alveg 15m plús. Það er á hreinu að við erum alveg einu skrefi á eftir þeim bestu og verðum það næstu 4-5 ár ef karlinn gerir ekkert annað en að búa til leikmenn sem er ekki alslæmt. Í kvöld er það meistaradeildin en við erum að tryggja okkur í 16 liða úrslit með sigri.

 

Óli Stefán......að halda áfram með þetta facebook dæmi


Besti sparnaðurinn

Gunnar Valur félagi minn úr vörninni sendi mér þennan og verð ég bara að láta hann flakka svona í tilefni ástandsins

 

Ef þið hefðuð lagt 100.000 krónur í að kaupa hlutabréf Nortel fyrir einu ári síðan væri verðmæti bréfanna í dag um 4.900 krónur.

Hefði sama fjárfesting verið lögð í Enron væri sú eign í dag um 1.650 krónur.

 Hefðuð þið keypt bréf í World Com fyrir 100.000 krónur væri minna en 500 kall eftir.

Hefði peningurinn hins vegar verið notaður til að kaupa Thule-bjór fyrir einu ári síðan þá hefði verið hægt að drekka hann allan og fara síðan með dósirnar í endurvinnslu og hafa um 21.400 krónur upp úr því.

Þegar ofangreint er athugað virðist vera vænlegur kostur fyrir fjárfesta að drekka stíft og endurvinna!

 

 

Óli Stefán.......sem er alveg kominn með ógeð af þessari vitleysu dag eftir dag

 


Næsta síða »

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband