Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Hvernig kemur maður sínu liði í form???

Í gegnum tíðina hafa hinir ýmsu þjálfarar haft sína aðferð til að koma mönnum í stand á undirbúningstímabilinu. Útihlaup og lyftingar eru eitthvað sem að allir knattspyrnumenn kannast við og allir þjálfarar nota, mismikið samt. Svo er nokkuð alltaf í gangi sem að kýs að kalla tískuþjálfunaraðferð. Þá er mönnum hópað saman og skellt í hópþjálfun sem er í tísku hverju sinni. Ég ætla að eins að fara yfir það sem hefur verið í gagni síðan að ég byrjaði

Erobic er eitthvað sem var rosalega vinsælt á árunum 1992-1999. Þarna hópast liðið saman í lítinn sal sem er fullur af speglum allt í kring og ofvirk kona að láta menn taka hin ýmsu spor í takt við danstónlist. Knattspyrnumenn eiga það sameiginlegt flestir hverjir að vera stirðari en ég veit ekki hvað og því alltaf fyndið að sjá tuttugu manna hóp reyna að dansa á fullu í takt við þessa ofvirku blómarós sem að var nú vanari að fá hóp eldri kvenna í tíma hjá sér sem ætluðu að losa sig við aukakílóin á einu námskeiði. Mér hundleiddist þetta fyrir utan það að hlægja af þeim taktlausustu reyna sitt besta. 

Bodypumping var vinsælt þegar að Bjarni Jó var með okkur 2002-2003. Þá þurftum við að keyra í keflavík í tíma hjá enn einni ofvirkri fegurðardísinni. Bodypumping er má segja þróaðri útgáfa af Erobic. Þarna vorum við komnir með lóð í fangið og dönsuðum með þau í takt við sömu tónlistina og áður. Inn í lóðardansinn fengum við að boxa aðeins út í loftið og þótti það afar skemmtilegt í svona 3 mínútur. Aftur hundleiddist mér og var ég yfirleitt farinn að telja niður um leið og tíminn byrjaði.

Spinning er það allra leiðinlegasta. Sigurður Jónsson var hrifinn af þessu. Þarna er hópnum komið fyrir á hjóli í litla salnum með speglunum. Þarna var búið að kippa ofvirku fegurðardísinni út fyrir rauðhærða körfuboltahetju en Helgi Jónas Guðfinnsson var kennari í þessu. Markmið þessa tíma er að svitna eins mikið og mögulegt er í 45 mín í takt við búmm búmm tónlistina. Ég var alltaf að missa taktinn í þessu og munaði ekki miklu að maður hreinlega stórslasaðist á þessu. Spinning fær 2 af 10 mögulegum í mínum kladda.

Bootcamp er það sem er inn í dag. Ásmundur féll fyrir þessu og er að láta strákana sína glíma við þrautir sem að navy seals ganga í gegnum. Aftur er komið að ofvirku sætu stelpunni kenna okkur og öskrar hún á menn sem að standa sig ekki. Nú erum við að skilja menn frá aumingjum. Bootcamp er að mínu mati skemmtilegast af öllum tískuæfingunum. Æfingaaðstaðan er góð og fjölbreytnin mikil. Tíminn sem er um 60 mín er fljótur að líða og menn taka vel á því.

 

Loksins er maður búinn að finna tískuþrekæfingu sem að manni finnst skemmtileg. Það tók ekki nema 16 undirbúningstímabil til að finna þá réttu og spurning hvort að hún skili manni ekki í ögn betra form en áður.

 

Óli Stefán......sem að er að fara í bootcamp núna kl 19.00  


Heimaleikir í sumar

Mikið hefur verið rætt um innan hópsins hvar við komum til með að spila næsta sumar. Þrír staðir hafa verið nefndir í þeirri umræðu en það er Laugardagsvöllur, Fjölnisvöllur og svo Egilshöllin. Fjölnisvöllurinn er ekki klár eins og staðan er í dag en á borðinu eru samningar um þetta líka mannvirkið en það tekur sjálfsagt einhver 2-3 ár að verða klárt. Á meðan á að útbúa stæði með sætum í brekkunni á móti íþróttahúsinu. Ekki veit ég nákvæmlega hvað úr verður en mikið svakalega þætti manni súrt ef að það yrði ekki nóg til að geta spilað heimaleikina hér á Fjölnisvellinum.

Ég gæti alveg lifað af með að spila heimaleikina í sumar á Laugardagsvellinum en ég held að það myndi þíða endir á mínum ferli ef að ákveðið yrði að fara með heimaleiki um hásumar inn í Egilshöll. Það er bara ekki það sama að spila á grasi eða á gervigrasi eins og staðan er í dag og sérstaklega ekki eins og það er í Egilshöllinni en það gervigras er úrelt.

Í fjölda ára hafa vellir í efstu deild verið á undanþágu eins og t.d í Árbænum. Hlíðarendi er fyrst núna að verða boðlegur og meira að segja Keflavík er ekki með boðlega aðstöðu fyrir áhorfendur. Uppí á Akranesi er þessi líka fína stúka sem að þeir gerðu fyrir margt löngu síðan en það er nú bara þannig að áhorfendur eru í meirihluta í brekkunum á móti stúkunni og manni sýnist bara fara vel um fólkið þar. 

img.42[1]

 

 

 

 

 

 

 

 

Mér finnst alveg að KSI ætti að gefa félögum, sér í lagi ungum eins og Fjölni, smá tíma til að koma upp aðstöðu og hjálpa til við að finna lausn þó að hún standist ekki alveg æðstu kröfur í bili.  

 

Óli Stefán.....sem er að hata þennan helvítis snjó alla tíð 


Fotbolti.net

Já það er ekki hægt að segja annað en að þessir strákar á þessum vinsæla knattspyrnumiðli séu eintómir snillingar. Þeir hafa löngum verið ásamt gras.is fyrstir með fréttirnar og í dag var sko engin breyting á. Þeir gerðu í dag frétt um töluna 7 og kom þar fram ástríða mín fyrir tölunni sem var svosem ekkert leyndarmál. Það sem fékk mig til að skella uppúr í þessari frétt var það að þeir vissu á undan okkur Guðrúnu hvenær við giftum okkur en samkvæmt þessari frétt giftum við okkur 7.jan. Það getur vel verið að það verði stóri dagurinn í náinni framtíð en eins og staðan er í dag er þessi dagsetning einungis tengd fyrsta deitinu okkar.

Ég var svona að spá eftir lestur minn á þessari frétt hvort að maður ætti nú aðeins að fara að slaka á staðreyndum mínum um 7-una áður en ég enda eins og Jim Carrey í myndinni um töluna 23

 

Óli Stefán.....sem að er ekkert að hoppa af gleði með þessa mynd sem þeir fotbolti.net menn nota í fréttinni 


Óskarinn

Mikið svakalega var ég sáttur við valið á bestu myndinni á Óskarnum í ár. Myndin No country for old man vann og án þess að hafa séð neina af þeim myndum sem tilnefndar voru ásamt þessari þá held ég að hún hafi verið vel af þessu komin. Þetta er ein af þeim myndum sem skilja svo mikið eftir og maður er að hugsa um hana löngu eftir að sýningu er lokið.

Mér skilst að besti leikari í aðalhlutverki hafi verið vel að því kominn og nánast engin keppni um þá styttu en það er nánast þannig með Daniel Day Lewis að sama hvað karlinn gerir það verður að gulli. Bara það að hafa séð trailerinn er nóg til að sannfæra mann um að þetta hafi verið rétt val.

Ég var að lesa um óskarinn í einhverju blaðinu og það sem náði athygli minni óskiptri var að einn snillingurinn var tilnefndur í tuttugasta skiptið í ár fyrir að ég held klippingu en í tuttugasta skiptið fór hann tómhentur heim. Hversu svekkjandi hlýtur það að vera???? 

 

Óli Stefán......sem að hatar American next top model og skilur ekki af hverju þessi vitleysa endar ekki. Þetta rusl er alltaf í sjónvarpinu


Fullt hús

Maður náði að ég held a sigra í fyrsta skipti í Boganum á Akureyri í dag þegar að við Fjölnismenn unnum Þór 3-5. Þetta var frekar kaflaskiptur leikur en ef að maður á að vera alveg hreinskilinn þá fannst mér við nú alveg eiga þetta skilið því að færin létu sko ekki á sér standa. Ómar málari komst fjórum sinnum einn á móti markmanni en klikkaði í öll skiptin. Geiri var líka aðeins of gjafmildur því hann gaf glæsilega sendingu innfyrir á Þórsara sem að þakkaði pent og kláraði færið. Reyndar bætti hann það vel upp með því að skora og leggja svo upp fyrir samherja líka. Ég nenni ekki að ræða dómgæsluna sem er alveg kafli út af fyrir sig úr því að við unnum leikinn. Góður sigur okkar fyrir norðan og því með fullt hús stiga eftir einn leik í Lengjubikarnum í ár.

 

Óli Stefán.....sem fann ekki neitt fyrir flughræðslu í dag. 


Maður er hreinlega ekki að sjá Eduardo spila aftur

Þetta er ógeðslegasta fótbrot sem maður hefur séð. Ég er ekki að sjá Eduardo spila aftur en vá hvað maður vonar að strákurinn jafni sig. Ég á nú ekki von á því að Taylor hafi nú ætlað sér að fara svona með Eduardo en tæklingin er vissulega glæfraleg og verðskuldaði alveg rautt spjald. Meistari Wenger tekur kannski full djúpt í árina en hann hefur sjálfsagt verið tekinn í viðtal strax eftir hrikalega svekkjandi úrslit þar sem við fengum mark á okkur undir loki.

Óli Stefán......sem að er hrikalega óánægður með spilamennskuna í dag hjá Arsenal  


mbl.is Wenger: Þessi maður á ekki að spila fótbolta framar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seasonið byrjaði í kvöld

Nú er tímabilið 2008 eiginlega að byrja því að um helgina byrjar Lengjubikarinn. FH vann í kvöld Kela og félaga í Víking 5-0 og Alli píp skoraði síðan eina mark Víkinga frá Ólafsvík þegar að þeir gerðu jafntefli við Selfoss 1-1. Grindavík hefur leik á morgun á móti Breiðablik í Reykjaneshöllinni og er ég að spá í að rúnta suður og kíkja á þann leik. Við spilum síðan á sunnudag við Þór Ak í Boganum en þetta er þá þriðji sunnudagurinn í röð sem að við spilum af 6. Það má segja að þetta sér bara svona general prufa fyrir sumarið því að það verða bara sunnudags og mánudagsleikir í þá.

Fjölnir náði í Reykjavíkurmótinu sínum besta árangri frá upphafi en samt dapurt að hafa ekki komist í úrslitaleikinn. Reyndar er þessi riðill okkar hálfgerður skrípaleikur því að það er varla spilaður leikur án þess að hann sé kærður og úrslitin verða allt önnur en í leiknum sjálfum. Við Fjölnismenn vorum t.d eina liðið sem sigraði KR af eigin verðleikum því að Leiknir, ÍR og svo núna síðast Valur kærðu sína leiki út af einhverjum smámunum sem eiga ekki að skipta máli í svona upphitunarmóti. KR hefði því átt að vinna þennan riðil okkar. 

Síðan að Hjálmar Hallgrímsson hætti að spila með Grindavík á sínum tíma hef ég spilað í búningi númer 7 en núna gæti farið svo að maður þyrfti að finna sér nýtt númer því að fyrir utan það að snillingurinn hann Pétur Markan sé númer 7 þá er öldungurinn Ágúst Gylfa alltaf númer 7 líka. Reyndar hefur Pétur sagt mér það að það sé ekkert kapps mál fyrir hann að vera númer 7 þannig að minni hraðahindrunin er eiginlega að baki en sú stóra framundan. Ég bauð Gústa það að gefa sjöuna ef að hann tattooar hana á sig. Nú er bara að sjá hvað karlinn er tilbúinn að gera til að ná súper sjö-unni. Ég er nú samt með sjöuna tattooaða á mig og á afmæli 7.des og á strák sem er fæddur 7.7.05. Ég er einnig búinn að fá 7 í tveimur síðustu prófum og það sem meira er þá er ég búinn að missa akkúrat 7 kg síðan um áramót. Ég er samt ekkert með töluna 7 á heilanum hehe

 

Óli Stefán......sem að er agndofa eftir að hafa séð No contry for old man. Þvílíkt meistarastykki Coen bræðra


Þannig fór um sjóferð þá

Ég veit ekki hvort að það sé aldurinn eða hvað en núna verð ég að viðurkenna það að ég er bara bensínlaus núna. Við vorum að spila í Rkv mótinu í gær úrslitaleik í riðlinum við ÍR og var það þriðji leikur okkar á viku. Við Fjölnismenn getum held ég verið nokkuð sammála um að við vorum ekki að sýna á okkur neinar sparihliðar og má segja að sigur ÍRinga hafi bara verið verðskuldaður. Persónulega var bensínið komið á gula ljósið hjá mér fljótlega og endurspeglaðist held ég í frammistöðu minn á vellinum. Ég hef líka séð félaga mína flesta betri en í gær nema kannski Óla Palla sem að spilaði vel í nýrri stöðu aftastur á miðjunni. Svona til að kóróna slakan leik okkar í gær þá klikkaði Gunni Már á víti 10 mín fyrir leikslok sem er í fyrsta skipti í 12 vítum í röð sem að hann gerir það. Mark þar hefði komið okkur áfram.

Allavega þá held ég að maður verið að safna bensíni á tankinn núna í vikunni og vera klár í deildarbikarinn sem byrjar á Akureyri næstu helgi. Við eigum leik við Þór á sunnudeginum þannig að maður hefur alveg heila viku í að vera tilbúinn í þann slag.

Óli Stefán.....sem að verður að djöflast í verkefni í sjúkdómafræði í dag


Ekki minn dagur

Stundum finnur maður það bara þegar að maður vaknar að þetta verði ekki sinn dagur. Í dag var þessi dagur hjá mér. Ég vaknaði illa sveittur og þreyttur um 10 í morgun og var ekki vel upplagður þegar að ég mætti á æfingu. Á æfingunni byrjaði ég á skokki og var það sjálfsagt það eins sem ég gerði af viti á henni því að ég var nánast alltaf inní í reitaboltanum og svo var ég í tapliðinu þar sem að ég varla skilaði frá mér bolta af viti.

Ég hef frá því að það var dregið í 16 liða úrslit í enska bikarnum verið svartsýnn á leik minna manna við Man Utd enda erfiðasti hugsanlegi andstæðingur á útivelli ekki það sem maður óskaði sér á þessum tíma í keppninni. Ég ákvað að horfa frekar á fyrrum félaga mína spila við Stjörnuna í Kórnum þar sem Stjarnan vann 1-0 í frekar döprum leik að hálfu þeirra gulu allavega.

Nú er klukkan að verða hálf átta og ég ætla að láta konuna um að elda því að ég mundi sjálfsagt kveikja í eldhúsinu ef að ég kæmi nálægt því. Ég fagna því samt að ég hafi nú ekki verið að keppa sjálfur í dag en á morgun er úrslitaleikurinn í okkar riðli í Reykjavíkurmótinu á móti ÍR 

 

Óli Stefán.....sem að horfði uppá Ása þjálfara pakka sínu liði saman í spilinu í morgun en kappinn skoraði mörk í öllum regnbogans litum ásamt því að leggja upp hin mörkin. Ef að hann ekki nema 17-18 kg léttari væri hægt að nota hann á bekknum á morgun 


Jack Nicholson

Við fórum á helvíti fína æfingu í kvöld í Egilshöllinni. Hún var hugsuð sem recovery æfing þar sem við vorum að spila í gærkvöldi og eigum svo úrslitaleik í okkar riðli á sunnudaginn. Við skokkuðum í 20 mín og tókum svo maga bak og armbeygjur í svona 30 mín. Eftir það var svo ekkert annað að gera en að heimsækja pottinn góða. Þar vorum við nokkrir að ræða sögu kvikmynda þar sem talað var um verstu myndir sem við höfðum séð. Þar voru margar myndir tilnefndar en sú sem fékk mitt atkvæði heitir Weather man með Nicolas Cage. Við töluðum líka um myndir sem að hafa kitlað hláturstaugarnar og þar er heldur betur úr mörgum að velja. Ég er þessa dagana að horfa á safn með mínum uppáhaldsleikara honum Jack Nicholson og er ég því nýbúinn að horfa á Anger Management og verð ég að segja að ég bókstaflega grét úr hlátri yfir þeirri mynd. Nicholson fer þarna eins og alltaf á kostum ásamt Adam Sandler og verð ég að gefa þessari mynd fjögur Ó af fimm mögulegum.

 

Óli Stefán.......sem er að spá í að sleppa Man Utd leiknum til að kíkja á gömlu félagana úr Grindavíkinni spila á móti Stjörnunni í Kórnum á morgun 


Næsta síða »

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband