Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Óli "Örn Arnarsson" Flóventsson

Maður er ekkert búinn að vera smá duglegur síðustu vikuna. Það er nefnilega þannig að maður er búinn að fara í sund þrisvar sinnum. Ég byrjaði á þessu eftir fyrstu æfinguna á mánudaginn því að ég var eins og spítukarl eftir hana. Þá var það bara nuddpotturinn og gufan. Þetta var svona líka þægilegt og afslappandi að ég ákvað að gera miklu meira af þessu og jafnvel taka eins og hálfan kílómeter í lauginni, og reyna að losna fyrr við óþarfa kíló sem manni tókst að bæta á sig í fríinu. Tvisvar er ég búinn að fara í laugina eftir það en ekki fengið mig í það að synda svo mikið sem einn meter ennþá. Ég á sundgleraugu síðan í sumar þegar við Andri Steinn fórum að synda eins og óðir menn í eina viku þannig að ég get ekki falið mig á bak við það að þau vanti. Ég var kominn svo langt í þessum sund draumi mínum að ég var að spá í að vakna fyrr á morgnana og reyna að skila þessum hálfum kílómeter þá, eeeeennn ég held bara ekki. Maður hefur svosem fengið mikið út úr því að liggja í pottinum því að þangað kemur alltaf hópur eldri manna og bara það að liggja og hlusta á þessa líka snillingana ræða um dagsins amstur gerir mig að ríkari manni í hvert skipti.

Óli Stefán...... sem að fékk sér mandarínur og kaffi í morgunmat í morgun.


Fínn náungi þessi Kitson

Hann tekur þarna undir það sem maður hefur verið að halda fram undanfarið. Ég er svo feikilega ánægður með spilamennsku minna manna en hafa ber í huga að þetta er ungt lið og gæti því alveg verið brothætt þegar á móti blæs. Það er samt alveg á hreinu að þetta lið endar í topp þremur. Man Utd er ekki langt undan og á meðan skotinn knái er við stjórnvöllinn á þeim bænum er maður nokkuð viss um að þeir munu gera harða atlögu að titlinum. Púllararnir hafa heldur ekki sagt sitt síðasta frekar en Chelsea. Allavega þá er ég sáttur í dag og mun vera það til enda svo lengi sem þeir spila svona bolta.

Óli Stefán 


mbl.is ,,Arsenal besta liðið í heimi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn lítill....

Það er gaman að segja frá því að eftir fyrstu æfinguna með nýju liði varð ég að fara og tala við þjálfarann. Þannig er nefnilega mál með vexti að elskan hún Harpa litla systir mín verður bráðum 25ára gömul og ætlar skvísan að halda upp á það með heljarinnar veislu sem verður á föstudag. Þar verður væntanlega boðið upp á einn lítinn, tvo litla, þrjá litla og jafnvel fjóra litla en þó ekki negrastráka heldur ískalda bjóra. Ásmunur þjálfari var nefnilega búinn að setja á æfingu 11.30 á laugardag og ég sá mig knúinn til að láta hann vita af því að eft til vill myndi ég bjóða uppá þessháttar lykt á æfingunni. Þjálfi sagði að það væri nú lítið mál fyrst að ég þyrfti ekki að keyra á æfinguna hehe.

Óli Stefán..... sem á ekki að þurfa að kvitta undir hverja færslu þar sem hann er eini penninn á þessari síðu


Lítur alveg hreint ljómandi vel út

Já maður slapp heill frá fyrstu æfingu með nýju liði. Við mættum 20.30 á fund þar sem Ási þjálfari fór yfir plan vetursins og verð ég að segja að mér líst þræl vel á þetta hjá honum. Við æfum fjórum sinnum í viku plús lyftingar tvisvar. Jólafríið er ekki fyrr en 18.des sem er nú bara í fínu lagi því maður er á þannig aldri að maturinn sem er á boðstólnum á þessum tíma er fljótur að setjast utan á menn. Fríið er síðan til 7.jan og þá fer Reykjavíkur mótið að rúlla.

Fyrsta æfingin var að hætti Kristó aðstoðarþjálfara og fannst mér frekar fyndið að þegar Ási sagði frá því að það væri a la Kristó æfing braust út þessi líka fögnuðurinn. Ég var nátturlega fljótur að átta mig á því að það væri ekkert annað en reitur og spil þannig að ég fagnaði bara með. Svona á fyrstu æfingu með nýju liði þá þýðir ekkert annað en að vera rólegur og kynna sér styrki og veikleika annara leikmanna þannig að ég var í tapliði í kvöld. Þeir sem hafa æft með mér í Grindó vita að það gerist ekki oft en ég var bara rólegur yfir þessu.Á morgun er svo æfing á nýja vellinum fyrir utan Egilshöll kl 18.30. og þá verður ekki að spyrja að því að maður fer beint í sigurliðið.

Þetta virðist bara vera hörkulið sem maður er kominn í því að þarna vorum við 24 mættir á æfingu og margir hverjir alveg hreint ljómandi góðir fótboltamenn. Eins var ég helvíti sáttur með það að mórallinn er eins og maður hafði heyrt um þræl góður. Andri Steinn mér sýnist hann félagi þinn Dabbi Rúnn vera um það bil jafn klikkaður og þú hefur talað um, þá er ég að meina í góðu að sjálfsögðu, þvílíkur snillingur

Óli Stefán 


Fyrsta færslan

Bara svona til þess að koma mér á stað verð ég að rita einhverja vitleysu hér. Ég er búinn að sjá um blogg fyrir Grindavíkurliðið síðasta árið og hefur það gengið bara furðuvel. Allavega eru þeir nokkrir búnir að hvetja mig í að skrifa áfram og tek ég þeirri áskorun hér með. Einn af þeim sem bað mig um að halda þessari vitleysu árfam stakk einnig uppá nafninu 7-an sem hefur verið tengt mér í gegnum tíðina þannig að það á kannski vel við hæfi.

Ég hef semsagt bara verið að blogga um fótboltann síðasta árið og held ég nú að þetta blogg verði að mestu tengdur honum. Þó gæti maður nú tekið uppá því að bulla aðeins um hitt og þetta ef að lítið er að gera.

Eins og áður sagði var ég að spila knattspyrnu með Grindavík og hef gert það nánast allt mitt líf þar til fyrir skemmstu að ég færði mig yfir í Grafavoginn nánar tiltekið í Fjölni. Ég hef ekkert nema gott heyrt um strákana í liðinu þannig að mig hlakkar mikið til þess að mæta á mína fyrstu æfingu sem verður í kvöld. 

Þið tveir sem komið til með að kíkja á þetta endilega hendið inn kommentum svo ég líti aðeins út fyrir að eiga vini.

over and out

Óli Stefán

 

p.s ef þið vissuð það ekki þá held ég með Arsenal í enska boltanum 


« Fyrri síða

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband