Próflestur

Það er orðið heldur langur tími síðan maður var í próflestri. Nú er bara kominn sá tími hjá mér og veit maður eiginlega bara ekkert hvað maður á að gera við allan þennan tíma. Reyndar skulda ég tvær ritgerðir sem ég er að vinna í og á að skila 6.des þannig að það fer nú einhver tími í þær.

Ég er að nota svona verðlaunataktík á mig þannig að ef ég skila af mér einum og hálfum klukkutíma í lærdóm þá verðlauna ég mig með einhverjum hætti. Núna er ég t.d að verðlauna afrek dagsins með því að taka á leigu Pirates of the Caribbean "at world´s end" og pínu nammi með. 

Æfingin í kvöld var frekar erfið að því leitinu að veturkonungur lét til sín taka. Ekki var hann þó að henda í okkur frosti eða miklum kulda heldur þá lét hann Kára um að blása all hressilega á okkur. Við náðum þó að hita vel upp og færa okkur svo á sparkvellina sem eru þarna allt í kringum Egilshöllina og spiluðum eldri á móti yngri. Auðvitað tapaði ég ekki þó að ég hafi nú ekki unnið heldur. Leikurinn endaði nefnilega 9-9. Strák pjakkarnir sem ég er að æfa með höfðu það að orði að ég og Eyþór Atli værum með forskot því við eigum að vera vanari svona roki. 

Á morgun eigum við leik við Val kl 18.30 í Egilshöllinni

Óli Stefán....... sem er búinn að setja upp allt jólaskrautið (eða tók allavega þátt í því) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæjjjj

Hvað segiru ? Langt síðan ég hef heyrt í þér annars og bara grindvíkingunum almennt.... ekkinógugott - þurfum að fara að taka e-ð gott sukk saman við tækifæri. En hvað ertu annars farinn að læra ?

Kveðja
Maja ... í misserisverkefnavinnu frá bifröst. 

majae (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 18:08

2 identicon

Hvernig gekk á móti Val?

Helga (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband