Hvers á maður að gjalda??

Ásmundur þjálfari boðaði okkur á æfingu einum og hálfum klukkutíma fyrr í dag vegna video fundar. Þar fékk ágætur leikur Fjölnis og KRinga sem fór fram síðustu helgi að fljóta og farið var yfir það sem betur mátti fara og einnig var nú stoppað þegar að menn gerðu vel. T.d var fyrsta mark okkar endursýnt fjórum sinnum og í fjórða skiptið var markið sýnt eins hægt og mögulegt var. Ef að KR komst nálægt okkar teig þá var stoppað og farið yfir það hvað ákveðinn varnarmaður sem að var númer 17var að hugsa í það og það skiptið og þegar að sending sem að þessi leikmaður ætlaði að koma yfir á Magnús Már klikkaði var stoppað og farið yfir það fjórum sinnum hvað maður var nú að spá. Allt þetta stóð maður af sér því að ég vissi nú sem var að ég átti eftir að setja hann í seinni hálfleik þannig að þá myndu mistökin fyrr í leiknum fall í skuggann á því. Nei haldið þið að Ásmundur hafi ekki bara tekið sig til og spólað yfir það mark!!! Ég sem betur fer hef, eins og Alfreð Jóhannsson sagði svo skemmtilega, langt bak og þoli því svona einelti. Meira að segja undir lok fundarins þegar að maður var að gráti kominn tók Kristó spes sig til og skaut mig í kaf með óþarfa kommenti. Þarna sá hann færi á að sparka í liggjandi mann og höggið langt fyrir neðan beltisstað.

94-11_f[1]

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kristó á æfingu í síðustu  viku

 

Óli Stefán..... sem að væri til í að vita hvaða sálfræðingur er að vinna með Tomma Leifs því að hann á langt í land blessaður 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður er nú sálfræðinemi sjálfur þannig að ég er stanslaust í meðferð. Ég er líka ekki búinn að ákveða hver fær að heyra það á morgun... best væri auðvitað bara að vinna leikinn og þá held ég kjafti.

Tommi Leifs (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband