Fyrsti sigurinn

Í gær tókst okkur Fjölnismönnum að innbyrgða okkar fyrsta sigur á þessu tímabili. Við unnum bikarmeistara FH 4-3 og er þetta að ég held í fyrsta skipti síðan 2002 sem að mér tekst að vinna þessa djöfla. Það var margt jákvætt í þessum leik og erum við að spila betur og betur í hverjum leiknum sem líður. Hins vegar er margt sem þarf að laga og það eitt að fá á sig 3 mörk er eitthvað sem að er óásættanlegt að mínu mati. Síðasta mark þeirra var reyndar alveg hreint púra rangstaða þar sem þeirra maður var svona 3 metra fyrir innan þegar að hann fékk boltann. Við erum með þannig lið að við virðumst alltaf vera líklegir að refsa þannig að ef við náum að stoppa í götin í varnarleik liðsins þá ættum við að vera í fínum málum.

Leikurinn við FH fór fram í Kórnum í Kópavogi. Þetta er nýjasta knattspyrnuhöll okkar og verð ég að segja sú lang flottasta. Þarna er besta gervigrasið, bestu áhorfendastæðin og búningsklefarnir frábærir. Reyndar hjó ég eftir því að það vantaði alveg skortöflu þarna og spurning hvort að ekki hefði átt að koma henni upp allavega áður en þeir fóru að gera heiðursstúka þarna.

Eftir leikinn gerðist nokkuð skondið atvik þar sem yngsti leikmaður okkar Kristinn Freyr sem að meðal annars skoraði fjórða mark okkar í leiknum og stóð sig frábærlega kom alveg brjálaður inn í klefa og blótaði alveg hreint í sand og ösku yfir því að við hefðum ekki náð að vinna leikinn. Helvítis aumingjaháttur að láta þá jafna 3-3. En svosem alveg skiljanlegt að svona ungir pjakkar klikka á talningunni þar sem hann er að ég held aðeins 16 ára gamall

Óli Stefán.....sem er veikur að reyna að læra undir heilbrigðisfræðipróf


Bloggfærslur 10. desember 2007

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband