Einstæðir feður.

Ég hef oft spáð í því hvað femínistar ganga oft langt í baráttu sinni um jafnrétti. Það er stundum gengið það langt að maður bara hristir hausinn. Hvernig er t.d hægt að gera mál úr því að það séu bara jólasveinar en ekki jólastúlkur eða meyjar. Ég t.d get bent á það að fráskildir feður eru svo rosalega undir í jafnrétti að það hálfa væri nóg. Reyndar verð ég að taka það fram að barnsmæður mínar eru snillingar og ekkert út á þær að setja en ég held að ég sé í miklum minnihluta. Ég heyrði t.d eitt í dag sem ég væri til í að komast að hvort að rétt væri. Þannig er að ef að barnsmóðir giftir sig og fellur svo frá þá á sá sem hún giftist allan réttinn á að hafa barnið?? Getur verið að svo sé? Veit einhver hvort að þetta geti verið svo rosalega ósanngjarnt? Af hverju er t.d svo rosalega sjálfsagt að mæður taki barnið við skilnað? Móðurréttur er svo rosalega sterkur segja þær en er það sanngjarnt? Auðvitað eru til alveg fullt af körlum sem ekkert vilja taka þátt í uppeldinu og jafnvel bara fegnir að vera lausir við ábyrgðina. En svo er líka til alveg fullt af körlum sem vilja umfram allt taka þátt og vera með eins og vera ber. Ég veit um mörg dæmi þar sem konur t.d nota börnin sem vopn þ.e "ef þú gerir ekki þetta þá færð þú bara ekkert að hitta börnin". Þetta er alltof algengt og á ekki að líðast. Þið femínistar ættuð kannski að koma í lið með einstæðum feðrum og reyna aðeins að jafna rétt þeirra. Ég tek enn og aftur fram í tilefni af þessari færslu að ég á alveg hreint frábærar barnsmæður og þær koma vel á móti mér til að uppeldi barna minna verði sem best.

Óli Stefán.....sem að er að fara að spila við Leikni Reykjavík í Egilshöllinni á morgun kl 20.00 


Bloggfærslur 13. desember 2007

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband