Georg Bjarnfreðarson

Mikið svakalega hefur maður nú haft það gott yfir blessuð jólin. Maturinn hefur runnið niður eins og maður hafi fengið borgað fyrir hvern bita og sófinn verið minn aðalstaður síðustu daga. Ég horfi afskaplega mikið á sjónvarpið og er t.d kominn langt með Næturvaktina sem stöð 2 sýndi fyrir skömmu og var ég sko ekki svikinn af þeirri þáttarröð. Ég hafði heyrt mikið um þessa þætti talað og þá mest um þann karakter sem Pétur Jóhann leikur en mér fannst hins vega Georg Bjarnfreðarson sem er leikinn af snillingnum honum Jóni Gnarr stela senunni. Þessi karakter fer á stall með meisturum Þór og Danna í Nýju lífi.

Úr því að maður hunskast til að borða eins mikið og raun ber vitni verður maður að taka afleiðingunum og hreyfa sig þeim mun meira og er ég búinn að leggja nokkra kílómetrana að baki yfir jólin. Með miklum dugnaði og eljusemi hefur stráknum tekist að halda sama kílófjölda og maður var í fyrir jólin.

Senn líður að nýju ári og ef maður lítur aðeins um öxl og skoðar afrek ársins 2007 held ég að maður geti nú bara verið nokkuð sáttur. Ég fór þrjár utanlandferðir á árinu ,tók á móti bikar fyrir lið mitt, hóf nám í sjúkraliðanum, tók sirkusvíti í leik á móti Reyni Sandgerði, sem var reyndar varið og skipti svo um lið í fyrsta skipti á ferlinum (utan lánstíma hjá Þrótti Nes 1995). Þegar upp er staðið var ár sjöunnar  viðburðaríkt og árangursríkt og mun lifa í minningunni um ókomin ár.

Óli Stefán..... sem að undrast á ákvörðun jeppamanna að þvælast uppá jökul vitandi það að stormur væri væntanlegur 


Bloggfærslur 30. desember 2007

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband