7.12.2007 | 22:37
7.desember 2007
Takk kærlega fyrir afmæliskveðjurnar þið yndislega fólk sem munduð eftir mér. Þið hin getið bara étið það sem úti frýs. Þessi dagur er svosem ekkert merkilegri en aðrir dagar og er í raun svolítið asnalegt að halda upp á afmæli þegar maður er kominn yfir þrítugt því það gerir manni ekkert annað en að minna mann á hversu óhuggnalega gamall maður er orðinn. Ég er t.d í dag jafn gamall og mamma og pabbi voru þegar við fluttum til Noregs 1987 þá var ég 12 ára gamall. Ég er í dag fimm árum eldri en Janis Joplin, Jim Morrison og Jimmy Hendrix voru þegar að þau dóu. Ég er í dag 17 árum eldri en yngsti leikmaður mfl Fjölnis. Ég er í dag á sama aldri og Hjálmar Hallgrímsson, idolið mitt, var þegar að hann hætti í fótbolta. Þessar tölur tala sínu máli en þó er margt jákvætt við það að vera 32ja. T.d er ég þremur árum á eftir Gunna frænda sem er 35 ára(og bauð hann mér EKKI í afmælið sitt) Í dag er ég jafn gamall og Jankó var þegar hann kom hingað til lands í atvinnumennsku. Í dag er ég á sama aldri og Samuel L. Jackson var á þegar hann fékk aðeins hlutverk í auglýsingum.
Óli Stefán.....sem er það ungur ennþá að þetta dagatal gleður hans hjarta. Veljið dag til að fá jólasveina dans
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.12.2007 | 00:00
Reynsla Davíðs úr Grindavík
Helvíti væri ég mikið til í að skrifa niður brandara sem Dabbi sagði mér á æfingu áðan en ég er nokkuð viss um að ég fengi á baukinn ef hann myndi flakka hér. Ég á hins vegar til með að segja af þessum dreng eina svoleiðis snilldar sögu. Þannig var að þegar Davíð var að spila með Víking og Maggi Gylfa var að þjálfa þá. Víkingur var þá í úrvalsdeildinni eins og við í Grindavík og þeir voru að spila við okkur í Grindavík. (Þetta er leikurinn sem Mike skoraði okkar mark á síðustu mínútunni). Davíð var á bekknum og hefur greinilega leiðst að horfa á leikinn. Hann laumaði sér því í símann og hringdi á Mamma Mía og pantaði 16" pizzu með þreföldu beikonlagi. Hann bað sendilinn að koma með pizzuna upp á völl því hann væri að þjálfa Víking og héti Magnús Gylfason. 15mín seinna kemur einhver stúlka með pizzuna á bekkinn hjá Vikingum og spyr um Magga. Maggi snéri sér við og þá sagði stelpan "þetta gerir 2500kr" Maggi sem var ekki sáttur með sína menn á vellinum hellti sér yfir stelpu greyið sem hunskaðist í burt með pizzuna. Það besta er að Magnús veit ekkert hver gerði þetta og fór að kenna Vestamannaeyingum um þetta því þeir vildu ekki að Víkingur mundi vinna þennan leik og þetta hafi verið ráð til að koma honum úr jafnvægi.
Óli Stefán......sem getur ekki hætt að hlæja af þessari mynd
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 7. desember 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.10.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 1215
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar