Box

Eins mikið og ég er nú fyrir íþróttir þá verð ég bara að viðurkenna það að ég hef aldrei náð að falla fyrir boxinu. Ég hins vegar get horft á allt mögulegt frá formúlunni og golfi upp í skautadans. Boxið hefur bara aldrei náð til mín. Ég ætla mér þó aldrei að fara að gera lítið úr annars þessari ágætu íþrótt því það eru furðulega margir sem hafa gaman af því að sjá hvern vitleysinginn á eftir öðrum lemja hvorn annan við mikinn fögnuð almúgans.

Það kom á fótbolta.net skemmtileg frétt í gær þar sem greint var frá því að hinn mjög svo skemmtilegi þjálfari (mundu eftir þessu þegar þú velur í liðið í dag Ási) Ásmundur Arnarsson hafi gefið okkur leyfi til að horfa á stórbardagann í boxinu sem hófst að ég held kl 04.00 í nótt. Við eigum náttúrlega stórleik við FH í dag þannig að þarna tekur Ási í annan pól en starfsbræður hans á Englandi og verður tíminn einn að leiða það í ljós hvort að þetta virkar hjá honum. 

Ég mundi hins vegar frekar leggja það á mig að vaka eftir gömlum CSI þætti heldur en þessu boxi þannig að ekki lagði ég þetta á mig. 

Óli Stefán......sem ætlar að leggja það á sig að fara á Players kl 13.30 í dag, þegar að þeir sem horfðu á boxið eru enn sofandi, að horfa á Middlesbrough-Arsenal


Bloggfærslur 9. desember 2007

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband