Ísl-enski boltinn

Fyrsta æfing ársins var í Egilshöllinni í gærkvöldi. Auðvitað var lítið annað að gera en að taka Kristó spesial en það er nafn yfir reit og spil æfingu hjá okkur. Í spilinu var stillt upp í eldri yngri þar sem eldri náðu heldur betur að kvitta fyrir mjög svo óvænt tap nú rétt fyrir jól. Leikurinn endaði 9-0 fyrir eldri þar sem gamla kempan úr Breiðablik Kristófer Sigurgeirsson fór hamförum í vinstri bakverði. Alveg er ég viss um að ef drengurinn hefði lagt þessa stöðu fyrir sig þegar að kappinn var upp á sitt besta hefði hann örugglega komist lengra í boltanum, jafnvel alla leið í HK. 

Í enska er allt flott að frétta því að mínir menn fóru þægilega í gegnum síðustu umferð í bikarnum þegar við unnum Burnley á útivelli og það með stráklingana hans Wengers. Alveg finnst mér magnað hvað hann treystir litlu guttunum í þessum keppnum og hefur alltaf gert. Núna er líka verði að uppskera því að þessir strákar eru margir hverjir að verða aðalliðsmenn og hópurinn því alltaf að styrkjast. Arsenal er líka eitt af fáum liðum sem er ekki að eyða óþarfa pening í einhverja skyndilausn núna í janúar. Í gær var dregið í bikarnum og við drógumst gegn annaðhvort Stoke eða Newcastle í næstu umferð en fengum heimaleikinn sem að skiptir miklu máli í þessari keppni.

Óli Stefán....sem að bíður þess í ofvæni að fara í pottinn eftir æfingu í kvöld 

 


Bloggfærslur 8. janúar 2008

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband