Ekki minn dagur

Stundum finnur maður það bara þegar að maður vaknar að þetta verði ekki sinn dagur. Í dag var þessi dagur hjá mér. Ég vaknaði illa sveittur og þreyttur um 10 í morgun og var ekki vel upplagður þegar að ég mætti á æfingu. Á æfingunni byrjaði ég á skokki og var það sjálfsagt það eins sem ég gerði af viti á henni því að ég var nánast alltaf inní í reitaboltanum og svo var ég í tapliðinu þar sem að ég varla skilaði frá mér bolta af viti.

Ég hef frá því að það var dregið í 16 liða úrslit í enska bikarnum verið svartsýnn á leik minna manna við Man Utd enda erfiðasti hugsanlegi andstæðingur á útivelli ekki það sem maður óskaði sér á þessum tíma í keppninni. Ég ákvað að horfa frekar á fyrrum félaga mína spila við Stjörnuna í Kórnum þar sem Stjarnan vann 1-0 í frekar döprum leik að hálfu þeirra gulu allavega.

Nú er klukkan að verða hálf átta og ég ætla að láta konuna um að elda því að ég mundi sjálfsagt kveikja í eldhúsinu ef að ég kæmi nálægt því. Ég fagna því samt að ég hafi nú ekki verið að keppa sjálfur í dag en á morgun er úrslitaleikurinn í okkar riðli í Reykjavíkurmótinu á móti ÍR 

 

Óli Stefán.....sem að horfði uppá Ása þjálfara pakka sínu liði saman í spilinu í morgun en kappinn skoraði mörk í öllum regnbogans litum ásamt því að leggja upp hin mörkin. Ef að hann ekki nema 17-18 kg léttari væri hægt að nota hann á bekknum á morgun 


Bloggfærslur 16. febrúar 2008

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband