26.2.2008 | 17:44
Óskarinn
Mikið svakalega var ég sáttur við valið á bestu myndinni á Óskarnum í ár. Myndin No country for old man vann og án þess að hafa séð neina af þeim myndum sem tilnefndar voru ásamt þessari þá held ég að hún hafi verið vel af þessu komin. Þetta er ein af þeim myndum sem skilja svo mikið eftir og maður er að hugsa um hana löngu eftir að sýningu er lokið.
Mér skilst að besti leikari í aðalhlutverki hafi verið vel að því kominn og nánast engin keppni um þá styttu en það er nánast þannig með Daniel Day Lewis að sama hvað karlinn gerir það verður að gulli. Bara það að hafa séð trailerinn er nóg til að sannfæra mann um að þetta hafi verið rétt val.
Ég var að lesa um óskarinn í einhverju blaðinu og það sem náði athygli minni óskiptri var að einn snillingurinn var tilnefndur í tuttugasta skiptið í ár fyrir að ég held klippingu en í tuttugasta skiptið fór hann tómhentur heim. Hversu svekkjandi hlýtur það að vera????
Óli Stefán......sem að hatar American next top model og skilur ekki af hverju þessi vitleysa endar ekki. Þetta rusl er alltaf í sjónvarpinu
Bloggar | Breytt 27.2.2008 kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 26. febrúar 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 1211
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar