Hvernig kemur maður sínu liði í form???

Í gegnum tíðina hafa hinir ýmsu þjálfarar haft sína aðferð til að koma mönnum í stand á undirbúningstímabilinu. Útihlaup og lyftingar eru eitthvað sem að allir knattspyrnumenn kannast við og allir þjálfarar nota, mismikið samt. Svo er nokkuð alltaf í gangi sem að kýs að kalla tískuþjálfunaraðferð. Þá er mönnum hópað saman og skellt í hópþjálfun sem er í tísku hverju sinni. Ég ætla að eins að fara yfir það sem hefur verið í gagni síðan að ég byrjaði

Erobic er eitthvað sem var rosalega vinsælt á árunum 1992-1999. Þarna hópast liðið saman í lítinn sal sem er fullur af speglum allt í kring og ofvirk kona að láta menn taka hin ýmsu spor í takt við danstónlist. Knattspyrnumenn eiga það sameiginlegt flestir hverjir að vera stirðari en ég veit ekki hvað og því alltaf fyndið að sjá tuttugu manna hóp reyna að dansa á fullu í takt við þessa ofvirku blómarós sem að var nú vanari að fá hóp eldri kvenna í tíma hjá sér sem ætluðu að losa sig við aukakílóin á einu námskeiði. Mér hundleiddist þetta fyrir utan það að hlægja af þeim taktlausustu reyna sitt besta. 

Bodypumping var vinsælt þegar að Bjarni Jó var með okkur 2002-2003. Þá þurftum við að keyra í keflavík í tíma hjá enn einni ofvirkri fegurðardísinni. Bodypumping er má segja þróaðri útgáfa af Erobic. Þarna vorum við komnir með lóð í fangið og dönsuðum með þau í takt við sömu tónlistina og áður. Inn í lóðardansinn fengum við að boxa aðeins út í loftið og þótti það afar skemmtilegt í svona 3 mínútur. Aftur hundleiddist mér og var ég yfirleitt farinn að telja niður um leið og tíminn byrjaði.

Spinning er það allra leiðinlegasta. Sigurður Jónsson var hrifinn af þessu. Þarna er hópnum komið fyrir á hjóli í litla salnum með speglunum. Þarna var búið að kippa ofvirku fegurðardísinni út fyrir rauðhærða körfuboltahetju en Helgi Jónas Guðfinnsson var kennari í þessu. Markmið þessa tíma er að svitna eins mikið og mögulegt er í 45 mín í takt við búmm búmm tónlistina. Ég var alltaf að missa taktinn í þessu og munaði ekki miklu að maður hreinlega stórslasaðist á þessu. Spinning fær 2 af 10 mögulegum í mínum kladda.

Bootcamp er það sem er inn í dag. Ásmundur féll fyrir þessu og er að láta strákana sína glíma við þrautir sem að navy seals ganga í gegnum. Aftur er komið að ofvirku sætu stelpunni kenna okkur og öskrar hún á menn sem að standa sig ekki. Nú erum við að skilja menn frá aumingjum. Bootcamp er að mínu mati skemmtilegast af öllum tískuæfingunum. Æfingaaðstaðan er góð og fjölbreytnin mikil. Tíminn sem er um 60 mín er fljótur að líða og menn taka vel á því.

 

Loksins er maður búinn að finna tískuþrekæfingu sem að manni finnst skemmtileg. Það tók ekki nema 16 undirbúningstímabil til að finna þá réttu og spurning hvort að hún skili manni ekki í ögn betra form en áður.

 

Óli Stefán......sem að er að fara í bootcamp núna kl 19.00  


Bloggfærslur 29. febrúar 2008

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband