25.3.2008 | 22:09
Allt í gangi
Ekki er hægt að segja að maður hafi nú verið yfir sig ánægður með úrslit helgarinnar. Auðvitað kláruðu United menn Liverpool enda heitasta liðið akkúrat í dag. En það að mínir menn hafi tapað fyrir tapað fyrir Chelsea var alveg skelfilegt. Jafntefli hefði verið alveg sanngjörn úrslit en það er erfitt að eiga við helvítið hann Drogba í svona stuði. Maður verður bara að játa það að útlitið er ekkert sérstakt en það er samt ekki öll nótt úti enn því að Chelsea og Man Utd eiga eftir að spila og svo eigum við eftir United úti. Við sjáum hvað setur en ég nenni ekkert að vera að grenja þó að við vinnum ekki þetta árið því að framtíðin er svo sannarlega okkar. Arsenal hefur tapað tveimur leikjum í vetur en öll jafnteflin á móti miðlungsliðum eru að verða nokkuð dýr.
Nú fer að styttast í sólina en við förum út á laugardaginn. Ég verð að viðurkenna að ég hef sjaldan verið svona helvíti spenntur fyrir svona æfingaferð eins og núna. Við Dabbi ákváðum fyrir margt löngu að verða herbergisfélagar þarna úti og orðnir bara nokkuð spenntir enda átti að setja upp þvíligt Tiger Woods mót í PS2 í okkar herbergi. Það er hins vegar að koma babb í bátinn því þjálfarinn er með einhverjar reglur um það hverjir verða saman og fellur það svo sannarlega í grýttan jarðveg hjá okkur félögum því að samkvæmt nánustu heimildum þá eru okkar nöfn ekki á sama herbergisnúmeri.
Óli Stefán.....sem var virkilega sáttur við Mannaveiðar í sjónvarpinu í gær og Ólafur Darri fær 5 stjörnur frá mér fyrir týpuna sem hann leikur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 25. mars 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 1211
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar