11.4.2008 | 10:22
Dr Saxi
Nú eftir hádegi fer ég ásamt Skúla fúla í ómskoðun niður í Dómus. Skúli er í vandræðum með hnéð eftir að hafa labbað tvær holur í golfi sem er bara of mikið á veikan skrokkinn lagt. Ég hins vegar þarf að ath með magavöðvafestingar en læknarnir vilja meina að ég hafi ofþjálfað magavöðvana fyrir nýliðafegurðarsamkeppnina úti í Portúgal. Versta niðurstaða gæti verið algjör hvíld í tvær og hálfa til þrjár viku en ef það eru bara bólgur þarna þá eru það sprautur og hvíld framyfir helgi. Ég veit satt að segja ekki hvor niðurstaðan sé skárri. Auðvitað er það best að vera sem minnst frá æfingum en það að fá einar fjórar sprautur í magann við lífbeinið er ekki eitthvað sem maður heldur jólin yfir.
Óli Stefán.....sem fékk ekki ósk sína uppfyllta því að Grindavík tapaði öðrum leiknum á móti Snæfell og er nú við ramman reip að draga í þessari viðureign
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 11. apríl 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar