9.4.2008 | 18:21
Djöfull í mannsmynd
Jæja þá er maður loks búinn að jafna sig á áfallinu úr meistaradeildinni í gærkveldi. Ótrúlegir klaufar annað árið í röð því í fyrra féllu þeir líka óvænt út á móti PSV en þetta er nákvæmlega það sem gerir boltann svona skemmtilegan
Ég fór með Kristó félaga mínum til Sigurjóns lækni til að láta kíkja aðeins á það sem er búið að vera að pirra mig í vetur og hittumst við á kaffihúsi í kaffibolla fyrir tímann. Kristó er harður púllari og var hann við hliðina á mér þegar úrslitin réðust í gær. Mér fannst hann vera ólíkur öðrum púllurum sem ég þekki því að hann lét mig alveg í friði og var gjörsamlega laus við leiðindi á meðan aðrir hoppuðu á mig og voru bara frekar leiðinlegir. Á kaffihúsinu í dag var hann heldur ekkert að tala þannig um leikinn og var meira að segja sammála mér að þetta hafi ekki verið víti. Þarna var ég farinn að hugsa minn gang um stuðningsmenn Liverpool. Gat verið að þarna væri að finna í fyrsta sinn almennilegan Púllara. Ég var alveg kominn á það þangað til ég fór að flakka um á netinu nú rétt í þessu og fór inná blogg okkar Fjölnismanna. Þar hafði Kristó a.k.a stoi sett þessa líka myndina og takið sérstaklega eftir andliti Torres!!! Nú er ég sannfærður um að stuðningsmenn Liverpool eru djöflar í mannsmynd
Óli Stefán......sem er að fara að huga að eldamennskunni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 9. apríl 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar