Hænuskref í átt að takmarki okkar

Ætli maður verði ekki að byrja þessa færslu á því að ræða aðeins um síðasta leik okkar Fjölnismanna. Við vorum þar að spila við stórlið KR og eftir mikinn barning þá tókst okkur að leggja þá að velli 2-1 eftir mjög svo dramatískar mínútur í lokin. Gunnar Már a.k.a herra Fjölnir tók þá víti sem Stjáni Hauks hafði náð í og skoraði af mikilli yfirvegun. 30 sek seinna flautaði dómarinn leikinn af við mikinn fögnuð Grafarvogsbúa. Ekki er endilega hægt að segja að við höfum átt sigurinn 100% skilið en ef menn standa sína plikt þá er alltaf möguleiki á þessu. KR átti tvö sláarskot á sömu mínútunni og svo einhver skot fyrir utan. Annað áttu þeir ekki þó að þeir hafi þjarmað að okkur. Við áttum t.d eitt sláarskot þannig að munurinn var kannski ekki eins mikill og menn vilja meina en jafntefli hefði kannski verið sanngjarnari úrslit allavega. 

 Glæslileg sjón

 

 Stuðningur Káramanna og annarra Fjölnismanna var frábær eins og í fyrsta leiknum. Mér skilst að tæplega 3000 manns hafi verið á vellinum sem er náttúrlega met. Tommi Leifs sagði mér t.d að á svipuðum tíma í fyrra þegar að Fjölnir spilaði við Njarðvík á þessum velli þá hafi verið 8 mættir að horfa. Framfarirnar á skömmum tíma því gríðarlegar. Fjölnir er náttúrlega á sínu fyrsta ári í efstu deild þannig að skiljanlega er aðstaðan ekki alveg uppá 10 ennþá en það kemur með tímanum og á meðan verður fólk bara að sýna þessu skilning. 

Næsti leikur er náttúrlega mjög sérstakur fyrir mig og Eyþór Atla. Þarna mætum við á æskuslóðir að spila við Grindavík. Þeir hafa ekki byrjað eins vel og þeir hefðu viljað en hafa ber í huga að þeir spiluðu við KR úti og Val úti í fyrstu leikjunum. Ekki margir sem reiknuðu með stigum þar en ég held að liðið hafi komið mörgum í opna skjöldu með góðri spilamennsku. Þeir verða algjörlega brjálaðir í þessum leik og er ég á fullu að búa menn undir stríð. Hvað sem öðru líður þá verður þetta gaman og vona ég að sem flestir láti sjá sig.

 

Óli Stefán......sem er stoltur af Rikkanum sem að gifti sig í gær. Drengurinn er núna í góðum höndum á gallhörðum Arsenalaðdáenda


Bloggfærslur 17. maí 2008

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband