20.5.2008 | 14:24
Erfitt var það
Það er ekki laust við að tilfinningarnar hafi verið blendnar í gær þegar maður fór á sinn gamla heimavöll að takast á við gömlu félagana og stuðningsmenn. Við gerðum okkur svo mikið grein fyrir því hvað Grindavík er með gott lið og komum klárlega til að verja stigið. Reyndar erum við með þannig leikmenn að þeir eru alltaf líklegir að refsa og sú varð raunin i gær.
Ég get ekki sest niður og skrifað um leikinn án þess að minnast á frábæra stuðningsmenn Fjölnis. Það er engum blöðum um það að flétta að þeir hafa algjörlega stolið senunni í sumar. Í gær glumdi algjörlega í stúkunni þegar þeir sungu hvert snilldarlagið á fætur öðru. Það er ekkert nema frábært að spila fyrir framan svona stuðningsmenn
Ég er búinn að fá góðfúslegt leyfi frá Kristó til að upplýsa menn um pínu viðtalshúmor sem er í gangi hjá okkur Fjölnismönnum. Málið er að fyrir hvern leik kemur Kristó með orð dagsins sem að leikmenn verða svo að koma frá sér í sjónvarpsviðtali. Þetta byrjaði á móti KR þegar að herra Fjölnir Gunnar Már fór í sjónvarpið í viðtal. Hann fékk orðið moldvarpa sem hann skilaði svo frá sér með stakri snilld þegar var verið að ræða um teigana á Fjölnisvellinum. Í gær tilkynnti svo Kristó að orð dagsins væri gormur. Það lenti að þessu sinni á mér að skila því frá mér og talaði ég um að Grindjánarnir væru stórhættulegir inn í teignum því þetta væru svoddan djöfulsins gormar.
Óli Stefán.....sem vonar að sínir fyrrum félagar spýti nú í lófana og taki Breiðablik í næstu umferð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Bloggfærslur 20. maí 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar