Fjölnishljómsveit

Við Pétur Markan höfum lengi rætt það að hittast saman og taka lagið strákarnir í liðinu. Nú höfum við ákveðið að stofna hljómsveit. Við erum nú þrír sem glömrum eitthvað á gítar þannig að sú staða ætti að vera lítið vandamál. Pétur spilar síðan á píanó af stakri snilld og getur sungið líka þannig að þá er það afgreitt. Við erum með strák sem fór í 30 manna úrslit í Bandinu hans Bubba og ætti Eyþór því að geta tekið  að sér míkrófóninn. Markmannsþjálfarinn hann Þorsteinn Magnússon er víst ansi fær á bassann og svo er hann með húsnæði fyrir æfingar. Við eigum eftir að finna einhvern sem treystir sér á trommur og þá ættum við að verða nokkur klárir í gigg. Mikilvægasta staðan í bandinu verður þó kúabjallan sem Kristó tekur að sér því það veit hvert mannsbarn að ekki er hægt að stofna hljómsveit án þess að vera með kúabjöllu spilara og erum við því bara heppnir að hafa einn slíkan í liðinu.

Fyrsta æfing er framundan og um leið tekinn fundur. Á þessum fundi verður m.a farið yfir hverslags tónlist við tökum fyrir. Kristján Hauks og Ásgeir Ásgeirs fá ekki að koma nálægt því hvernig tónlist verður spiluð eftir hörmulega frammistöðu á klefamúsík. Einnig verður forvitnilegt hvaða nafn þessi hljómsveit mun bera en ég legg til að við tökum nafnið "Taktu þetta" eða jafnvel "Vesturlíf"

Við erum með fjöldann allan af flottum söngvörum í liðinu og minnsta mál að velja úr eftir því hvaða lög verða spiluð. Tommi Leifs getur séð um öll R&B lögin. Gústi er með þessa fínu bassarödd og sá ég á bloggi Kristós að hann gæti t.d tekið slagarann "Á sjó" Eyþór sér náttúrlega um Enrike Iglesias og Ási þjálfari sssól lögin. 

Það er því engum blöðum um að flétta að hér fer af stað svar okkar Fjölnismanna við Selfossliðinu sem á bara þetta "one hit wonder" (þó ekki Óla Palla) þegar að Ingó sló í gegn með lagið Bahamas.

 

Óli Stefán......sem er að reyna að ná í Einar Bárðar en það er bara alltaf á tali hjá honum. Spurning um að Gunni Valur verði ekki bara umboðsmaður okkar 

 


Ó.P the Wonderkid

Það verður einhvernvegin ekkert leiðinlegra með árunum að fara til Keflavíkur og vinna þá. Skiptir meira að segja engu máli þó að maður sé ekki að spila með Grindavík þetta er alltaf jafn ótrúlega gaman. Ó.P the Wonderkid kláraði leikinn með stórbrotnu marki af alveg 40 metrum. Það er alveg á hreinu að strákurinn hefur lært þetta þegar hann var hjá Bolton Wonderers í fyrra. 

Ég held að Káramenn hafi alveg látið verkin tala í þessum leik og sannað það sem um var rætt í síðustu færslu minni, þvílíkir snillingar.

Næsti leikur okkar er við Eyjapeyja heima á miðvikudag í næstu viku. Það verður gaman að mæta Berta sperta markmanni þeirra. Strákurinn hefur staðið sig frábærlega í sumar og aðeins fengið á sig 3 mörk í 8 leikjum held ég þannig að það er ljóst að ég verð að fara inní í öllum föstum leikatriðum setja á hann eins og eitt mark. Hef náttúrlega skorað á hann mörk í hundraðatali á æfingum í gegnum tíðina þannig að það ætti ekkert að vera neitt rosalegt mál.

Við ræddum um það á æfingu eftir síðasta leik að það væri náttúrlega ekkert alltof sniðugt að Ó.P the wonderkid hafi smellt honum af 40 metrum í síðasta leik því nú lætur hann alltaf vaða þegar hann svo mikið sem nálgast miðjuna. Hann hættir alvega að gefa boltann frá sér karlinn. Dabbi Rú var snöggur til og sagði "Það breytist semsagt ekkert hjá honum"

Óli Stefán......sem er að detta aftar í eineltisröðina í liðinu eftir að wonderkid kom upp á sjónarsviðið

 


Bloggfærslur 26. júní 2008

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband