15.9.2008 | 19:16
Endaspretturinn hafinn
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan síðast. Úr boltanum er hefur lítið breyst því ekki höfum við halað inn endalaust af stigum í seinni umferð og erum því ekki enn komnir með markmið okkar í hús sem var vitaskuld að halda Fjölni í efstu deild. Nú er endaspretturinn hafinn og við spiluðum við Íslandsmeistaraefni úr Keflavík á laugardaginn í úrhellis rigningu og ógeði. Ég held að þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi ekki verið í stuði að þá hafa leikmenn boðið uppá fínan leik. Þó að við höfum tapað þessum leik 1-2 held ég að menn beri höfuðið nokkuð hátt því að það er eitt að tapa leikjum eins við gerðum á móti Fram þar sem menn voru vart með lífsmarki og annað að tapa leik eins og á laugardaginn þar sem hver og einn gerir sitt besta. Ég er farinn að viðurkenna það að strákarnir úr Keflavíkurhverfi taki titilinn stóra því þeir hafa allt sem þarf til þess og þar með talin þessi meistaraheppni sem kláraði þennan leik á laugardag.
Á fimmtudag spilum við svo við Fylki í Árbæ. Mig hlakkar mikið til að glíma við þá í þriðja skipti í sumar en eitthvað segir mér að þeir appelsínugulklæddu munu selja sig dýrt eftir úrslitin í fyrri leikjum í sumar þar sem við höfðum betur. Fylkir er með hörkulið og sýndu það svo um munar í rokinu í Grindavík í síðustu umferð þar sem að mínir fyrrum félagar sáu aldrei til sólar.
Næstu þrjár vikur eru svakalegar fyrir okkur Fjölnismenn þar sem það eru þrír úrslitaleikir við lið sem eru fyrir neðan okkur og við þurfum svo sannarlega að ná í stig og það sem allra fyrst. Svo er það náttúrlega stærsti leikur ársins sjálfur bikarúrslitaleikurinn sem er viku eftir síðasta leik eða laugardaginn 4.okt. Fyrst þurfum við að klára deildina áður en að þeim leik kemur.
Óli Stefán.......sem óskar Eyjapeyjum til hamingju með það að vera komnir í efstu deild þar sem þeir eiga auðvitað heima.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 15. september 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 1210
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar