25.9.2008 | 23:19
Topp 5 í DVD safninu
Ég hef síðustu vikur verið frekar duglegur að fara yfir gamlar dvd myndir sem maður hefur safnað yfir tíðina. Ég ætla aðeins að fara yfir topp 5 listann á þeim myndum í stuttu máli.
5.sæti Enemy of the state með Will Smith og snillingnum Gene Hagman. Ég var búinn að gleyma því að ég ætti þessa mynd og var því ekki búinn að sjá hana í frekar langan tíma. Þetta er alveg fín ræma sem maður getur horft á oftar en einu sinni.
4.sæti Jerry MaGuire með Tom Cruise og Cuba Cooding Jr. Snilldar mynd þar sem þeir félagar fara á kostum og þá sérstaklega Cuba Cooding Jr. Mig minnir meira að segja að kappinn hafi verið tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni
3.sæti Bying the cow er eiginlega svona ein af þessu óvæntu. Ég keypti hana á ferðalagi í Belgrad árið 2004 en þá vissi ég gjörsamlega ekkert um hana. Ég fékk hana í tilboði í 5 dvd myndapakka og svo sló hún svona þræl skemmtilega í gegn. Ryan Reynolds fer hamförum í þessari snilldargrínmynd
2.sæti Executive decision er ein af mínum uppáhaldsmyndum. Hún er líka þessi óvænta sem maður átti nú ekki mikið vona á. Ég held að af öllum mínum dvd myndum hafi ég horft á þessa mest. Ég man hvað mér fannst það mikil snilld að Steven Segal sem maður hélt að væri nú aðalhetjan í þessari mynd dó eftir 20 mín, það gerði myndina einhvernvegin miklu betri.
1.sæti Black Hawk Down er stríðsmynd eftir Ridley Scott sem byggð er á sönnum atburðum. Ég spilaði og kláraði tölvuleikinn áður en ég sá myndina en hún er ein af betri stríðsmyndum sem maður hefur séð. Mögnuð ræma sem er klárlega besta dvd mynd sem ég á.
Óli Stefán........ sem er miklu meira fyrir það að eiga myndir á dvd í stað þess að safna þeim á einhvern flakkarardjöful
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 25. september 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 1210
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar