Lítur alveg hreint ljómandi vel út

Já maður slapp heill frá fyrstu æfingu með nýju liði. Við mættum 20.30 á fund þar sem Ási þjálfari fór yfir plan vetursins og verð ég að segja að mér líst þræl vel á þetta hjá honum. Við æfum fjórum sinnum í viku plús lyftingar tvisvar. Jólafríið er ekki fyrr en 18.des sem er nú bara í fínu lagi því maður er á þannig aldri að maturinn sem er á boðstólnum á þessum tíma er fljótur að setjast utan á menn. Fríið er síðan til 7.jan og þá fer Reykjavíkur mótið að rúlla.

Fyrsta æfingin var að hætti Kristó aðstoðarþjálfara og fannst mér frekar fyndið að þegar Ási sagði frá því að það væri a la Kristó æfing braust út þessi líka fögnuðurinn. Ég var nátturlega fljótur að átta mig á því að það væri ekkert annað en reitur og spil þannig að ég fagnaði bara með. Svona á fyrstu æfingu með nýju liði þá þýðir ekkert annað en að vera rólegur og kynna sér styrki og veikleika annara leikmanna þannig að ég var í tapliði í kvöld. Þeir sem hafa æft með mér í Grindó vita að það gerist ekki oft en ég var bara rólegur yfir þessu.Á morgun er svo æfing á nýja vellinum fyrir utan Egilshöll kl 18.30. og þá verður ekki að spyrja að því að maður fer beint í sigurliðið.

Þetta virðist bara vera hörkulið sem maður er kominn í því að þarna vorum við 24 mættir á æfingu og margir hverjir alveg hreint ljómandi góðir fótboltamenn. Eins var ég helvíti sáttur með það að mórallinn er eins og maður hafði heyrt um þræl góður. Andri Steinn mér sýnist hann félagi þinn Dabbi Rúnn vera um það bil jafn klikkaður og þú hefur talað um, þá er ég að meina í góðu að sjálfsögðu, þvílíkur snillingur

Óli Stefán 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mikið svakalega er grasið grænt þarna í grafavoginum þótt að þar sé engin ray og hvað þá ég.

orri (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 19:51

2 identicon

það er einmitt ástæðan fyrir því að það er grænna í Grafarvoginum

Sjö-an (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband