15.11.2007 | 09:54
Óli "Örn Arnarsson" Flóventsson
Maður er ekkert búinn að vera smá duglegur síðustu vikuna. Það er nefnilega þannig að maður er búinn að fara í sund þrisvar sinnum. Ég byrjaði á þessu eftir fyrstu æfinguna á mánudaginn því að ég var eins og spítukarl eftir hana. Þá var það bara nuddpotturinn og gufan. Þetta var svona líka þægilegt og afslappandi að ég ákvað að gera miklu meira af þessu og jafnvel taka eins og hálfan kílómeter í lauginni, og reyna að losna fyrr við óþarfa kíló sem manni tókst að bæta á sig í fríinu. Tvisvar er ég búinn að fara í laugina eftir það en ekki fengið mig í það að synda svo mikið sem einn meter ennþá. Ég á sundgleraugu síðan í sumar þegar við Andri Steinn fórum að synda eins og óðir menn í eina viku þannig að ég get ekki falið mig á bak við það að þau vanti. Ég var kominn svo langt í þessum sund draumi mínum að ég var að spá í að vakna fyrr á morgnana og reyna að skila þessum hálfum kílómeter þá, eeeeennn ég held bara ekki. Maður hefur svosem fengið mikið út úr því að liggja í pottinum því að þangað kemur alltaf hópur eldri manna og bara það að liggja og hlusta á þessa líka snillingana ræða um dagsins amstur gerir mig að ríkari manni í hvert skipti.
Óli Stefán...... sem að fékk sér mandarínur og kaffi í morgunmat í morgun.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
gaman að lesa pistlana þína :) vissi ekki að þú værir svona mikill penni :)
gresco (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 11:05
Takk fyrir það félagi. Ég ætti kannski að fara að koma með sögur af því þegar við vorum í stuði á æfingum hérna í denn. Held að fólk myndi nú brosa út í annað af því þegar við vorum að rífast um hvort staðan var 4-3 fyrir mitt lið en þú hélst nú ekki. Ég er með þetta á hreynu því að ég var búinn að setja tvo og Hjalli tvo. Þú náðir hins vegar bara að setja eitt og Óli Ingólfs tvo þannig að staðan var 4-3 fyrir okkur. Eigum við að ræða þetta eitthvað frekar hehe
7-an (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 15:36
já það var nú oft tekið á því í denn :)
gresco (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.