19.11.2007 | 15:34
Menningaheimarnir mætast og framfarir í eldhúsi
Mikið svakalega fann maður til með skotunum á laugardaginn. Ég tók mig til og fór að horfa á þá spila við Ítali á Gaumbar með skotunum Scotty og Baldri Bett ásamt tveimur bræðrum hans. Þetta varð hin mesta skemmtun því að það verður seint sagt að Skotarnir lifi sig ekki í leikinn. Það var líka gaman að fylgjast með ítölunum sem voru nokkrir mættir þarna. Menningaheimur þessara tveggja landa er svolítið ólíkur og sást það berlega á því að Skotarnir heltu þarna í sig "pinturum" á meðan ítalarnir sötruðu á rauðvíni.
Ég er búinn að vera svakalega duglegur í eldhúsinu að undanförnu og nokkuð ljóst að maður er búinn að taka gríðarlegum framförum í eldamennskunni (þurfti kannski ekkert sérstaklega mikið til) Í gær eldaði ég t.d lasagne að hætti Mexicana og verð ég bara að gefa mér hæstu einkunn fyrir framtakið. Í kvöld er ég að hugsa um að hafa bara eitthvað einfalt og fljótlegt sem má ekki vera of þungt í maga. Þannig er nefnilega mál með vexti að ég er búinn að vera mjög slappur í dag og matarlistin ekki alveg uppá 10 núna.
Óli Stefán ....... sem er búinn að venja sig á það að vaska alltaf upp strax eftir eldamennsku
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.