20.11.2007 | 14:24
Stoltur af karlinum
Djöfull er maður ánægður með hann Birgi Leif Hafþórsson. Drengurinn var að koma sér áfram í Evrópumótaröðinni annað árið í röð sem verður að teljast alveg hreint undraverður árangur. Er þetta bara ekki svipaður árangur eins og að knattspyrnuliðið kæmist í lokastórkeppni? Allavega þá er maður ánægður fyrir hans hönd og vona ég að hann standi sig bara áfram.
Óli Stefán..... sem að væntanlega hellir sér í golfið næsta sumar
Birgir: Ég hef aldrei verið eins stoltur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
óli minn, við verðum samt að gera okkur grein fyrir því að hann er búinn að reyna 11 ár í röð að komast inn á þetta, ég held að íslenska þjóðin geti nú ætlast til þess af greyið kallinum að hann haldi sér þarna inni. Annars var hann nú næstum búinn að klúðra þessu greyið, sýndi samt karakter og gerði vel. Maður verður að gefa honum allavega eitt klapp á bakið.
eyjobro (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 15:17
Ég held bara að menn geri sér ekki grein fyrir hvað eru margir í þessari íþrótt. Veit einhver t.d hvað það voru margir sem hófu leik í þessu móti? Hann er bara að ná nokkuð langt og tala nú ekki um að hann er langt um myndarlegri en flestir af þessum fuglum. Birgir Leifur eða Colin Montgomery hummmmm?????
7-an (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 17:08
John Daly er ekki bara flottastur heldur lang flottastur......
jon oddur (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.