Boltinn

Ég verð að fagna því að mínir menn (Fjölnir) tryggðu að ég held síðustu samningslausu mennina þannig að nú eru allir áfram sem voru síðasta tímabili utan þeirra tveggja sem voru í láni. Ég get alveg sagt það að þarna eru allt mjög frambærilegir fótbolta menn á ferð á besta aldri. Davíð Þór Rúnarsson er að ég held 29 ára og er elstur þeirra sem samið var við, hinir leikmennirnir eru 25-26 ára. 

Mikið svakalega var ég annars ánægður með að mínir menn í norður London kláruðu leik sinn við Wigan um helgina. Ég var að horfa á leikinn ásamt Bjössa Andrésar sem hefur það líti að vera stuðningsmaður Man Utd þannig að við urðum alltaf að skipta á milli stöðva til að geta fylgst með báðum leikjunum. Ég var þarna farinn að sjá fram á það að Arsenal ætlaði að klikka á að nýta sér klúður rauðu djöflanna og ná bara í eitt stig. En sem betur fer kláruðu þeir leikinn þrátt fyrir það að í liðið vantaði einhverja sex fastamenn og þar með 3 bestu leikmenn liðsins hingað til þá Fabregas, Hleb og Flamini sem hefur komið manna mest á óvart í vetur.

Óli Stefán .....sem er að útbúa matseðil fyrir vikuna 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður í manns stað virðist eiga vel við Arsenal núna :) ekki leiðinlegt það..

Ert þú bara farinn að sjá um eldamennskuna á heimilinu? Nýtir væntalega það sem þú hefur lært í næringafræðinni í vetur :D 

Hvernig er svo mórallinn hjá ykkur Fjölnismönnum? hehe alltaf jafn skrítið.

Helga Björg Flóventsdóttir (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband