29.11.2007 | 22:18
Próflestur
Það er orðið heldur langur tími síðan maður var í próflestri. Nú er bara kominn sá tími hjá mér og veit maður eiginlega bara ekkert hvað maður á að gera við allan þennan tíma. Reyndar skulda ég tvær ritgerðir sem ég er að vinna í og á að skila 6.des þannig að það fer nú einhver tími í þær.
Ég er að nota svona verðlaunataktík á mig þannig að ef ég skila af mér einum og hálfum klukkutíma í lærdóm þá verðlauna ég mig með einhverjum hætti. Núna er ég t.d að verðlauna afrek dagsins með því að taka á leigu Pirates of the Caribbean "at world´s end" og pínu nammi með.
Æfingin í kvöld var frekar erfið að því leitinu að veturkonungur lét til sín taka. Ekki var hann þó að henda í okkur frosti eða miklum kulda heldur þá lét hann Kára um að blása all hressilega á okkur. Við náðum þó að hita vel upp og færa okkur svo á sparkvellina sem eru þarna allt í kringum Egilshöllina og spiluðum eldri á móti yngri. Auðvitað tapaði ég ekki þó að ég hafi nú ekki unnið heldur. Leikurinn endaði nefnilega 9-9. Strák pjakkarnir sem ég er að æfa með höfðu það að orði að ég og Eyþór Atli værum með forskot því við eigum að vera vanari svona roki.
Á morgun eigum við leik við Val kl 18.30 í Egilshöllinni
Óli Stefán....... sem er búinn að setja upp allt jólaskrautið (eða tók allavega þátt í því)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæjjjj
Hvað segiru ? Langt síðan ég hef heyrt í þér annars og bara grindvíkingunum almennt.... ekkinógugott - þurfum að fara að taka e-ð gott sukk saman við tækifæri. En hvað ertu annars farinn að læra ?
Kveðja
Maja ... í misserisverkefnavinnu frá bifröst.
majae (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 18:08
Hvernig gekk á móti Val?
Helga (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 12:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.