Góð helgi

Það er heldur betur búið að vera nóg að gera um helgina. Á föstudag spiluðum við Fjölnismenn við Val í Egilshöllinni. Leikurinn var fínn sem slíkur og vorum við yfir 3-1 í hálfleik en töpuðum síðan 3-5. Gamli fékk að spila hafsent í leiknum og spilaði klukkutíma. Við fengum á þeim tíma 3 mörk á okkur og var ég í öllum mörkunum sem svíður nú svolítið en ég held samt að þau hafi nú ekki skrifast alveg 100% á mig. Að öðru leiti var ég mjög sáttur. Eyþór Atli hefur verið að æfa með okkur og staðið sig bara mjög vel. Hann spilaði fyrri hálfleik en fór svo útaf ásamt 5 öðrum leikmönnum í hálfleik.

Svona eins og nýjum leikmönnum sæmir þá bauð ég liðinu í "kaffi" eftir leik og var nátturlega bara stuð á okkur. Eyþór tók þar upp einn af mínum gíturum og sló algjörlega í gegn. Dóri hinn ungi varð algjörlega dolfallinn þegar Eyþór skellti sér í búning EnrikeIglesias og tók hina eiturmögnuðu ballöðu Hero. Ásmundur þjálfari segist hafa fengið ein 3 sms um nóttina þar sem hann var beðinn um að signa Eyþór Atla en þó ekki vegna knattspyrnu hæfileikanna heldur söng og gítarhæfileika ásamt einu öðru sem er kannski ekki við hæfi að skrifa um hér. 

Óli Stefán......sem er að fara á myndina Hitman eftir 10 min 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband