22.12.2007 | 19:32
Gleðilega hátíð
Já haldið þið ekki að það sé bara 22.des í dag og þar með stysti dagur ársins. Það fer allt uppá við hér eftir.
Við Fjölnismenn ætlum í tilefni þess að gera okkur glaðan dag og er ég í þessum skrifuðu orðum að bíða eftir Óla Palla og Dabba Rúnn því þeir ætluðu að ná í mig og svo hittumst við niður í bæ þar sem við förum að borða saman. Eftir matinn er síðan planið að kíkja heim til meistara Péturs í gítar og bjór.
Ég má nú samt ekki missa mig í fjörinu því framundan er 5 tíma keyrsla austur á Hornafjörð á morgun. Eins og spáin er núna þá lítur út fyrir að maður verði að berjast við veðrið.
Ég kem örugglega ekki til með að henda inn færslu fyrir jólin því nota ég þetta tækifæri til að óska öllum vinum og óvinum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Óli Stefán.....sem er enn að bíða eftir þeim félögum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðileg jól á þig líka. Vonandi hafið þið komist hei á húfi til Hornafjarðar.
Petra Rós (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.