17.4.2008 | 16:45
Biðin styttist
Mikið djöfull er leiðinlegt að vera meiddur. Ég hef verið á morgun frá í tvær vikur og það er eitthvað sem að mér finnst bara alls ekki sniðugt. Á mánudag hóf ég meðferð hjá Ólafi Guðbjörnssyni og hefur það gengið vonum framar. Strax á örðum degi var sársaukinn minni og er hann núna eiginlega bara horfinn. Maður verður samt að halda að sér höndum því að ef maður fer að keyra of snemma af stað gæti þessi vinna í vikunni farið fyrir lítið. Það eru núna þrjár vikur í mót þannig að maður hefur smá svigrúm til að sýna vott af skynsemi og vonandi borgar það sig en eftir helgi fæ ég að fara rólega af stað.
Eins og ég sagði þá eru þrjár vikur í mót og Ási búinn að setja upp þrá leiki fram að móti. Við spilum við Hauka á sunnudag í Fífunni. Á Laugardag eftir viku eigum við svo leik við Aftureldingu og svo um mánaðarmótin spilum við leik við Fylki og ætti það að vera síðasti leikur fyrir fyrsta leik í Íslandsmóti sem hefst 10 maí við Þrótt úti.
Nú þegar að Fjölnismenn eru í efsti deild í fyrsta skipti þá verða menn að vera undir allt búnir því að þetta er deild athyglinnar. Maður getur alltaf átt von á því að vera kominn í viðtal við Hödda Magg án þess að vera undir það búinn og tilbúinn að svara flóknustu spurningum. Tómas Leifsson gæti lent í vandræðum ef að hann bætir ekki viðtalstæknina frá því í fyrra þegar að hann lenti í hinum ótrúlega lúmska Kristó "Skúla" Sigurgeirs (sem er fyrir þá sem ekki vita aðstoðarþjálfari liðsins)
Óli Stefán.....sem að er nú búinn að sjá "Skúla" í viðtali og var það nú bara býsna fyndið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Á ekkert að fara að mæta á æfingar... ég er helvíti einmana í þessu liði þegar þú ert ekki. Fæ alveg double bögg á mig þegar þú ert ekki.
Tommi Leifs (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.