5.6.2008 | 17:23
Eldri-yngri
Enn einn eldri yngri leikurinn var í gær og í enn eitt skiptið unnu eldri. Reyndar var yngra liðið óvenjulega sterkt í gær og flestir í eldri á annarri löppinni en það dugði ekki fyrir yngri því að við unnum sannfærandi 5-2 sigur. Í gær var bara einn markmaður á æfingu og þar sem Doddi uppfyllir ekki þær kröfur að vera meðal 9 elstu í liðinu var hann í yngra liðinu og við brugðum því á það ráð að setja stærsta leikmann okkar í markið hann Andra Val. Kristó fór svo fyrir okkar mönnum og átti karlinn flottasta mark æfingarinnar þegar að við gjörsamlega sundurspiluðum þá og hann hamraði boltann í netið með gullskallanum.
Sigurliðið var
Andri valur í marki. Dabbi Rú og Gústi púst hafsentar. Gunni Valur vinstri bak og Ófló hægri bak hægri kantur og senter. Maggi og Ómar á miðjunni og svo Pétur á vinstri kanti. Kristó var síðan svona útumallt leikmaður.
yngri voru
Doddi-Illugi-Eyþór-Gunni Már-Óli Johnson-Óli Páll-Stjáni-Tommi-Geiri. Ég get ekki fyrir mitt litla líf fattað hvernig þeir stilltu þessu upp því þeir voru eiginlega í eltingaleik við okkur allan leikinn
Óli Stefán......sem var alveg hrikalega ánægður með allt í kringum þessa æfingu í gær
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.