6.7.2008 | 23:52
Vinalegi vinnustaðurinn (búningsklefi Fjölnis)
Þegar að við spiluðum við Keflavík um daginn fórum við í rútu suður sem var með sjónvarpi og öllum græjum. Í DVD spilaranum var eldgamall Fóstbræðraþáttur sem við horfðum á á leiðinni. Eitt af atriðum þáttarins hefur gjörsamlega slegið í gegn hjá okkur en það var atriðið um vinalega vinnustaðinn. Við höfum nú í dag tekið upp boðskap atriðisins og nú knúsum við hvorn annan ef að það er álag á mönnum og á síðustu æfingu kom t.d Kristó með fullan kassa af appelsínum og gaf okkur. Þetta léttir á mönnum og Eyþór hafði það á orði að hann sé allt annar maður í dag eftir að hafa fengið miða frá Óla Palla þar sem hann sagði honum að honum þætti vænt um hann.
Óli Stefán...... sem tók sig til og gaf Kristó stórt knús eftir að hann hafði spilað á 102 höggum í golfi á dögunum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.