21.9.2008 | 11:44
Predador
Ég veit ekki hvort að það sé það að ég og Tói Leifs séum náskyldir eða hvað en ég hef verið að hitta á brandara sem að Tói hefði verið stoltur að koma með. Þannig er mál með vexti að ég þurfti að fara í leiðangur til að finna mér takkaskó eftir að 6 ára gamlir Adidas skór mínir gáfu upp öndina í síðustu viku. Þar sem tíðin er blaut þessa dagana getur maður ekki spilað á föstum tökkum lengur þannig að ég þurfti að ná mér í svokallaða skrúfutakkaskó sem eru notaðir á blautu grasi. Það endaði með að ég fann þessa fínu Adidas Predador skó sem eru ekki þeir ódýrustu á markaðnum en djöflinum betri eru þeir líka. Andri Valur var eitthvað að velta fyrir sér þessum nýju og glæsilegu skóm þegar að hann sagði að hann skildi ekkert í af hverju þeir væru svona helvíti dýrir. Ég þóttist nú heldur betur vita svarið og sagði honum að það lægi allt saman í nafninu á skónum en glöggir menn vita nú sjálfsagt hvað Adidas Predaor þýðist á íslensku........... Adidas rándýr.
Nú eru sjálfsagt einhverjir sem að trúa því endanlega að við Fjölnismenn séum ekki með vott af húmor því þessi djöfull sló í gegn í klefanum. Fyrir þá sem fíluðu þennan þá er ég með einn enn
Hvað gerir maður við gamalt hakk ??? SVAR... Býr til eldri borgara
Óli Stefán....... sem tekur lítið fyrir að skemmta í brúðkaupum og þessháttar skemmtunum.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég mæli með að þú spilir í þessum skóm út tímabilið, enn hvílir þá í úrslitaleik bikarsins á móti stórveldinu KR. Reimir þá bara gömlu götóttu skóna á þig. OK?
S. Lúther Gestsson, 21.9.2008 kl. 15:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.