Lagalistinn

Ég sit núna inní stofu og eiginlega bíð bara eftir því að afmæli systur minnar hefjist. Þar sem ég þarf að glamra á gítarinn í kvöld er ég svona að fara yfir lagalistann.Sem harður Bubba aðdáandi þá verður hann mest á boðstólnum í kvöld. Sagan segir manni það að það kunna flestir í svona partýum Bubbalögin og þar sem ég á afskaplega erfitt með að syngja með gítarnum þá er best að bjóða upp á lög sem að flestir kunna og þar með flestir syngja með. Í dvd spilaranum eru afmælistónleikar SSSól og verð ég að viðurkenna að þeir eru djöflanum betri. Bara út af því að ég er búinn að hlusta á þennan disk meir en góðu hófi gegnir þá hefur það auðvitað áhrif á lagalistann og er ég búinn að bæta inn lögum eins og "Ef ég væri guð" og "Húsið og ég". Einnig er á listanum að finna slagara eins og "O baby baby" og "Ceep" ásamt fleiri góðum lögum. Í tilefni þess að Jonny Cash hefði veri' búinn að vera edrú í 43 ár i dag ætla ég einnig að skella inn "Folsom prison blues" og fá Helgu eldri systur mína til að taka bakröddina. Hver veit nema maður verðu í þannig stuði í kvöld að lög eins og "When im sixty four" og "Let it be" fái að fljóta með en það verður tíminn einn að leiða í ljós.

Óli Stefán....... sem að hefur valið elsta og besta gítarinn sinn í verkefni kvöldsins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki slæmur lagalisti sem inniheldur Bubba, SSSól, Bítlana og Meistara Cash!!...ef ég væri í þessu partýi myndi ég jafnvel vilja fleiri lög með Meistaranum, og ef að maður myndi taka mið af þeim lögum sem hinn almenni borgari þekkir væri ekki slakur leikur að setja ring of fire þarna inn. Svo ef einhverjir aðdáendur kappans væru á staðnum myndu Big River og svo Jackson ásamt systur þinni örugglega slá í gegn;).

Nonni (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband