Menningaheimarnir mætast og framfarir í eldhúsi

Mikið svakalega fann maður til með skotunum á laugardaginn. Ég tók mig til og fór að horfa á þá spila við Ítali á Gaumbar með skotunum Scotty og Baldri Bett ásamt tveimur bræðrum hans. Þetta varð hin mesta skemmtun því að það verður seint sagt að Skotarnir lifi sig ekki í leikinn. Það var líka gaman að fylgjast með ítölunum sem voru nokkrir mættir þarna. Menningaheimur þessara tveggja landa er svolítið ólíkur og sást það berlega á því að Skotarnir heltu þarna í sig "pinturum" á meðan ítalarnir sötruðu á rauðvíni.

Ég er búinn að vera svakalega duglegur í eldhúsinu að undanförnu og nokkuð ljóst að maður er búinn að taka gríðarlegum framförum í eldamennskunni (þurfti kannski ekkert sérstaklega mikið til) Í gær eldaði ég t.d lasagne að hætti Mexicana og verð ég bara að gefa mér hæstu einkunn fyrir framtakið. Í kvöld er ég að hugsa um að hafa bara eitthvað einfalt og fljótlegt sem má ekki vera of þungt í maga. Þannig er nefnilega mál með vexti að ég er búinn að vera mjög slappur í dag og matarlistin ekki alveg uppá 10 núna. 

Óli Stefán ....... sem er búinn að venja sig á það að vaska alltaf upp strax eftir eldamennsku


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband