Ási og fituprósenturnar

Það á heldur betur að koma mönnum í stand fyrir sumarið. Æfingarnar eru aldrei undir tveimur tímum því við bætum annað hvort útihlaupum eða lyftingum við æfingarnar. Þetta er samt langt frá því að vera leiðinlegt og er þessi tími yfirleitt fljótur að líða. Í dag vorum við t.d látnir mæla hámarksþyngd í lyftingum eða sú þyngd sem maður getur náð mest einu sinni. Yfirleitt er það bekkpressan sem heillar mest í þessum mælingum og það var sko engin undartekning á núna. Þvílíku öskrin og átökin sem menn voru að bjóða uppá til að ná kannski einu kílói meira en náunginn á undan. Við Óli Palli vorum tveir saman og ótrúlega samstíga í þessu öllu saman og náðum til að mynda að henda upp 95kg í bekknum. Ekki veit ég alveg hvað Ási ætlar að gera með þessar tölur en samt gaman að sjá hvar menn standa í þessu.

Við förum eins og ég hef oft sagt áður alltaf í pottinn eftir þessar lyftingar. Í kvöld vorum við svona 8 í pottinum ásamt Ása þjálfara að spjalla um daginn og veginn. Hitastigið á vatninu var frekar hátt í kvöld þannig að við sátum allir uppúr pottinum með fæturna bara ofan í vatninu. Allt í einu uppúr þurru segir Ási við mig "Óli þú veist að ég fitumæli svo allan hópinn" Ég semsagt er að spá í hvað fékk hann til að segja þetta við mig nánast uppúr þurru? Ég veit alveg að mér tekst alltaf að bæta aðeins á björgunarhringinn þegar við erum ekkert að æfa. En svo leit ég aðeins á strákana sem sátu við hliðina á mér og þá skildi ég þetta betur. Ég efast um að þeir hafi verið með meiri fituprósentu en svona 2 þannig að ég leit ekkert rosalega vel út með minn björgunarhring við hliðina á þeim. Samt held ég að það sé fínt að vera með svona 18-19 í fituprósentu á þessum tíma svo maður sýni framfarir í næstu mælingu sem verður vonandi rétt fyrir season. 

Óli Stefán..... sem er þrátt fyrir allt búinn að léttast um 2 kg síðan boltinn byrjaði 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég held að þú getir alveg hætt að tala um björgunarhringi og farið að tala um björgunarbáta miðað við hvernig þú leist út síðast þegar ég sá þig

orri (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 16:24

2 identicon

jæja "vinur" á þetta bara að vera svona?? Það á þó að vera auðveldara að breyta fitu í vöðva en skinn og beinum Svo held ég að þú ættir að hafa hægt um þig á meðan þú nærð yfir 50 kg í bekknum heheheh

7-an (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 17:42

3 identicon

snökt snökt

orri (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband