Reynsla Davíðs úr Grindavík

davidrunars[1]Helvíti væri ég mikið til í að skrifa niður brandara sem Dabbi sagði mér á æfingu áðan en ég er nokkuð viss um að ég fengi á baukinn ef hann myndi flakka hér. Ég á hins vegar til með að segja af þessum dreng eina svoleiðis snilldar sögu. Þannig var að þegar Davíð var að spila með Víking og Maggi Gylfa var að þjálfa þá. Víkingur var þá í úrvalsdeildinni eins og við í Grindavík og þeir voru að spila við okkur í Grindavík. (Þetta er leikurinn sem Mike skoraði okkar mark á síðustu mínútunni). Davíð var á bekknum og hefur greinilega leiðst að horfa á leikinn. Hann laumaði sér því í símann og hringdi á Mamma Mía og pantaði 16" pizzu með þreföldu beikonlagi. Hann bað sendilinn að koma með pizzuna upp á völl því hann væri að þjálfa Víking og héti Magnús Gylfason. 15mín seinna kemur einhver stúlka með pizzuna á bekkinn hjá Vikingum og spyr um Magga. Maggi snéri sér við og þá sagði stelpan "þetta gerir 2500kr" Maggi sem var ekki sáttur með sína menn á vellinum hellti sér yfir stelpu greyið sem hunskaðist í burt með pizzuna. Það besta er að Magnús veit ekkert hver gerði þetta og fór að kenna Vestamannaeyingum um þetta því þeir vildu ekki að Víkingur mundi vinna þennan leik og þetta hafi verið ráð til að koma honum úr jafnvægi.

Óli Stefán......sem getur ekki hætt að hlæja af þessari mynd 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til lukku með daginn frændi, það er flöskudagur þ.a. þú hlýtur að fá leyfi frá Ása frænda til að gera e-ð skemmtilegt í kvöld.  Njóttu dagsins.....

Kveðja,

Gunnar Már

Hammerinn (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 10:16

2 identicon

Já til hamingju með daginn Óli ;)

Nonni (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 13:39

3 identicon

Takk fyrir það drengir. Maðru er bara orðin það gamall að maður er farinn að sjá fyrir hornið á lífinu, isss þetta gegnur ekki mikið lengur. Nei Gunni nú eru menn í miðjum prófum þannig að maður getur ekkert leyft sér fyrir utan það að við eigum leik við FH á sunnudaginn

7-an (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 14:37

4 identicon

Til hamingju með afmælið kallinn. Þú veist að það eru 4 ár síðan þú varst 28ára,þannig að ég skil ekki hvernig þú fékkst 2 ára samning?:) 

Hatti (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband