Cooper test

Klukkan 18.00 í kvöld mætti svona þokkalega hress hópur Fjölnismann á Kópavogsvöll til að takast á við þetta umdeilda próf. Ég segi þokkalega hress hópur því að við vorum örfáir sem vorum hressari en aðrir við mætingu eingöngu út af því að við vissum ekki hvað við vorum að fara útí. Hinir sem vissu nákvæmlega hvað við vorum að fara útí voru auðvitað ekki upplitsbjartir. Eftir 12 mínútur í helvíti veit ég núna hvað það var sem var að hrjá þessa ágætu herramenn fyrir hlaupið. Ég á held ég ekki til nógu vont lýsingarorð sem að gæti mögulega lýst þessu ógeði. Copper test gengur út á það að hlaupa eins langt og maður getur á 12 mínútum og það sem verra er að það er lámarkslengd sem að menn verða að ná sem eru 7 og hálfur hringur á hlaupabraut sem er 400 metrar. Það gerir samkvæmt minni einstöku reikniskunnáttu 3 km. Ég var 10 metrum frá lámarkinu sem þýðir að ég hef hlaupið 2990 metra á 12 mínútum í veðri sem hefði gert það að verkum að heimsmet hefði ekki staðið því vindurinn var ógurlegur í bakið en það gerir það svo einnig að  verkum að hann var óhuggnalegur þegar að svo átti að fara að berjast á móti honum.

Niðurstaða mín er að mér finnst það afrek af minni hálfu að hafa náð þó þetta langt ef maður reiknar inn aldur, þyngd og fyrri störf (bjór um helgina). Ég veit líka alveg að það var ekkert sparað og féll strákurinn  næstum því í yfirlið þegar að ég loks stoppaði. Þeir bestu náðu að ég held 8 hringjum og 1/4 sem að gerir 3300 metra og hef ég því 6 mánuði til að koma mér í þannig stand að ég geti bætt mig um 310 metra á 12 mínútum

Óli Stefán......sem að var á fimmta hring alvarlega að spá í að leggja skóna á hilluna frægu 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Djöfulli var nú kalt að horfa á þetta

Stoi (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 16:28

2 identicon

Já, þetta er hell.... þetta próf erum við látin gangast undir í íþróttatímum í Verzló og eins og þú getur gert þér í hugarlund þá hef ég ekki enn staðist það;)

Nonni (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 17:49

3 identicon

já ætli þetta hafi ekki verið mesta þrekraunin á þig Kristó og Nonni það þarf ekkert að skammast sín fyrir að ná takmarkinu ekki, þú sér það að við Eyþór náðum ekki lámarkinu þó að tæpt hafi verið (10 skref)

7-an (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband