Jóla hvað?

Alveg finnst mér þessi jólatími pirrandi. Allt að drukkna úr stressi og skammdegið alveg í essinu sínu. Til að bæta svo gráu ofan á svart þá hefur hver lægðin af fætur annarri ráðist á okkur með öllu sýnu veldi. Ég er að vísu ótrúlega tímanlega í öllum undirbúningi fyrir jólin og er búinn að kaupa flest alla pakka sem ég gef frá mér. Yfirleitt afgreiði ég pakkana á svona 1-2 tímum á Þorláksmessu en tímarnir breytast og mennirnir með. Eftir pakkaopnanirnar á aðfangadag þá er fólk svo uppgefið á öllu stressinu að það nánast liggur fyrir í 2 daga til að safna orku aftur. Ég er semsagt ekki þetta jólabarn og hef aldrei verið. Önnur hver jól er ég með eldri son minn hjá mér og þá næ ég aðeins að lifa jólin svolítið í gegnum hann og þar sem hann verður með mér núna verða þessi jól góð. Við verðum austur á Hornafirði hjá foreldrum Guðrúnar og þar á sko ekki eftir að fara illa um mann frekar en fyrridaginn og maður kemur sko til með að láta stressið líða úr sér í heita pottinum þar.

Óli Stefán..... sem að er að fara á æfingu þannig að það er ekki tími fyrir lengri svartsýnisræðu í bili. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband