Árið 2008 gengið í garð

Jæja þá er enn eitt árið gengið í garð og maður bíður bara fullur eftirvæntingar eftir ævintýrum morgundagsins. Ég er búinn að setja mér ákveðið markmið á árinu sem er að byrja og er ég alveg ákveðinn í að standast það. 

Enski boltinn hefur aldrei verið skemmtilegri enda eru mínir menn heldur betur að standa sig. Ég á bara ekki til orð yfir stjórann okkar því að enn og aftur er karlinn að sýna undraverða hæfileika að spotta leikmenn sem enginn virðist þekkja en nýjasta dæmið er Eduardo De Silva. Ég held bara að það sé ekki til betri slúttari en þessi strákur. Allavega gæti ég ekki verið sáttari með þetta Arsenal lið.

Nú í janúar byrjar síðan Reykjavíkurmótið hjá okkur Fjölnismönnum og hlakkar mig bara nokkuð til. Svona mót styttir veturinn mikið og svo eru æfingaferðirnar fyrr en áður því páskarnir eru það snemma í ár. Við Fjölnismenn ætlum að fjárafla af krafti og byrjum við snemma í janúar.

Veðrið hefur verið ansi dularfullt síðasta mánuð þar sem hver lægðin hefur ráðist á okkur ofan á aðra. Ég held bara að það sé eitthvað að breytast og nú verða veturnir svona og sumrin eins og það var í sumar. Maður þarf ekki að líta lengur til baka en þegar ég var svona 10 ára gamall en þá var alltaf allt á kafi í snjó hér yfir veturinn en núna er það hending ef að snjórinn nær yfir ökkla.

Óli Stefán......sem að var að kaupa myndina A few good man og varð ekki fyrir vonbrigðum með þá ræmu 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband