Hænuskref í átt að takmarki okkar

Ætli maður verði ekki að byrja þessa færslu á því að ræða aðeins um síðasta leik okkar Fjölnismanna. Við vorum þar að spila við stórlið KR og eftir mikinn barning þá tókst okkur að leggja þá að velli 2-1 eftir mjög svo dramatískar mínútur í lokin. Gunnar Már a.k.a herra Fjölnir tók þá víti sem Stjáni Hauks hafði náð í og skoraði af mikilli yfirvegun. 30 sek seinna flautaði dómarinn leikinn af við mikinn fögnuð Grafarvogsbúa. Ekki er endilega hægt að segja að við höfum átt sigurinn 100% skilið en ef menn standa sína plikt þá er alltaf möguleiki á þessu. KR átti tvö sláarskot á sömu mínútunni og svo einhver skot fyrir utan. Annað áttu þeir ekki þó að þeir hafi þjarmað að okkur. Við áttum t.d eitt sláarskot þannig að munurinn var kannski ekki eins mikill og menn vilja meina en jafntefli hefði kannski verið sanngjarnari úrslit allavega. 

 Glæslileg sjón

 

 Stuðningur Káramanna og annarra Fjölnismanna var frábær eins og í fyrsta leiknum. Mér skilst að tæplega 3000 manns hafi verið á vellinum sem er náttúrlega met. Tommi Leifs sagði mér t.d að á svipuðum tíma í fyrra þegar að Fjölnir spilaði við Njarðvík á þessum velli þá hafi verið 8 mættir að horfa. Framfarirnar á skömmum tíma því gríðarlegar. Fjölnir er náttúrlega á sínu fyrsta ári í efstu deild þannig að skiljanlega er aðstaðan ekki alveg uppá 10 ennþá en það kemur með tímanum og á meðan verður fólk bara að sýna þessu skilning. 

Næsti leikur er náttúrlega mjög sérstakur fyrir mig og Eyþór Atla. Þarna mætum við á æskuslóðir að spila við Grindavík. Þeir hafa ekki byrjað eins vel og þeir hefðu viljað en hafa ber í huga að þeir spiluðu við KR úti og Val úti í fyrstu leikjunum. Ekki margir sem reiknuðu með stigum þar en ég held að liðið hafi komið mörgum í opna skjöldu með góðri spilamennsku. Þeir verða algjörlega brjálaðir í þessum leik og er ég á fullu að búa menn undir stríð. Hvað sem öðru líður þá verður þetta gaman og vona ég að sem flestir láti sjá sig.

 

Óli Stefán......sem er stoltur af Rikkanum sem að gifti sig í gær. Drengurinn er núna í góðum höndum á gallhörðum Arsenalaðdáenda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður

Góð byrjun hjá ykkur Fjölnismönnum.

Bið að heilsa Ása skólabróðir mínum

Kveðja að norðan - Doddi

Áfram Fjönir - Áfram MAN. UTD.

Þórður, 17.5.2008 kl. 13:45

2 identicon

Hvað segir svo kjellinn? Á ekkert að fara að henda í bjór í vikunni?

Kjartan (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 22:33

3 identicon

Hvað kallinn bara farinn að birtast í auglýsingum fyrir Stöð 2 Sport?

 Skemmtilegt að það sé verið að setja þig og Scottie svona saman eins og þetta verði eitthvað einvígi ykkar á milli. 

 Gaman að þessu :)

Daníel Tryggvi (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 00:10

4 Smámynd: Óli Stefán Flóventsson

Já þessi auglýsing er víst í gangi núna en ég hef ekki séð hana, verð að reyna að kíkja á hana. Það verður erfitt að eiga við Scotty karlinn en það eru nátturlega fleiri góðir þarna í Grindavíkinni sem maður verður að hafa gætur á.

Óli Stefán Flóventsson, 19.5.2008 kl. 01:10

5 identicon

Þetta verður góð vika sem byrjar með sigri Grv og svo rauður meistaradeildar sigur á miðvikudaginn...(",)        

siggi birgis (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 09:49

6 identicon

Gangi þér vel í kvöld Óli minn. Um að gera að  njóta þess og skemmta sér vel enda ekki á hverjum degi sem þú hefur tækifæri til að spila þarna nú orðið  ;)

Áfram Fjölnir :D  

Helga (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband