Eldri-yngri

Enn einn eldri yngri leikurinn var í gær og í enn eitt skiptið unnu eldri. Reyndar var yngra liðið óvenjulega sterkt í gær og flestir í eldri á annarri löppinni en það dugði ekki fyrir yngri því að við unnum sannfærandi 5-2 sigur. Í gær var bara einn markmaður á æfingu og þar sem Doddi uppfyllir ekki þær kröfur að vera meðal 9 elstu í liðinu var hann í yngra liðinu og við brugðum því á það ráð að setja stærsta leikmann okkar í markið hann Andra Val. Kristó fór svo fyrir okkar mönnum og átti karlinn flottasta mark æfingarinnar þegar að við gjörsamlega sundurspiluðum þá og hann hamraði boltann í netið með gullskallanum.

Sigurliðið var

Andri valur í marki. Dabbi Rú og Gústi púst hafsentar. Gunni Valur vinstri bak og Ófló hægri bak hægri kantur og senter. Maggi og Ómar á miðjunni og svo Pétur á vinstri kanti. Kristó var síðan svona útumallt leikmaður. 

yngri voru

Doddi-Illugi-Eyþór-Gunni Már-Óli Johnson-Óli Páll-Stjáni-Tommi-Geiri. Ég get ekki fyrir mitt litla líf fattað hvernig þeir stilltu þessu upp því þeir voru eiginlega í eltingaleik við okkur allan leikinn 

 

Óli Stefán......sem var alveg hrikalega ánægður með allt í kringum þessa æfingu í gær 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband