Em 2008

Jæja þá er að koma að því sem allir fótboltafíklar hafa beðið eftir Em 2008. Það er alltaf þvílík gleði í kring um þessar stórhátíðir. Reyndar er sjálfsagt einhver hluti þjóðarinnar alls ekki sáttur við þessar keppnir því að óneitanlega fer rosalega stór hluti sjónvarpsdagskrárnar í fótboltann þennan tíma. Þær sjónvarðstöðvar sem ekki bjóða upp á boltann reyna því að bjóða uppá eitthvað fyrir hina og einhverra hluta vegna er skjár 1 og stöð 2 búið að setja upp stelpumánuð hjá sér. Báðar þessar stöðvar eru semsagt búnar að auglýsa stelpudagsskrá í júní.

Nú seinni ár hafa menn verið að búa til leiki í kringum bæði em og hm svona til að auka spennuna í þessu. Eysteinn Húni héraðsbúinn knái er búinn að standa fyrir leik síðan 1994 og engin breyting á því núna. Fjölnir er með EM leik í gangi og nú síðast var ég að skrá mig í leik sem KA maðurinn heldur utanum. Ég er semsagt með í þremur leikjum og því nóg að gera að fylgjast með á öllum vígstöðum.

Frá árinu 1986 hef ég alltaf haldið með Frökkum í svona stórkeppnum og að sjálfsögðu eru þeir mitt líð einnig í ár. Ekki nóg með það þá vel ég mér alltaf annað lið til að halda með. Ég hef t.d haldið með Hollendingum og Englendingum svona með Frökkunum en í ár verða það Spánverjar sem ég ætla að halda með númer tvö.

Ég get hreinlega ekki beðið eftir fyrsta leik á morgun en maður verður að passa sig á því að maður hreinlega fái ekki ógeð á fótbolta næstu vikur því að auðvitað heldur Íslandsmótið áfram og næstu tvær vikur spilum við fimm leiki.

 

Óli Stefán...... sem skildi meistara Pétur Markan eftir í rykinu í sprettkeppni á æfingu í dag 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband