Bíóferð

Ég fór á dögunum í Smárabíó til að sjá myndina um græna skrímslið hann Hulk. Bíóferð þessi byrjaði að vísu með því að ég fór í vitlausan sal og þar settist ég niður en myndin var byrjuð. Þegar að ég svo fór að horfa á fólk henda sér fram af byggingum New York borgar og liggja bölbrotin á jörðinni í blóði sínu og fólk grátandi í kring um það fóru að renna á mig tvær grímur. Ég kafaði því í vasann minn og tók upp miðann þar sem á stóð stórum stöfum The Happening. Ég var því kominn í miðja hrollvekju í anda the sixth sence.  Nú ég var fljótur að láta mig hverfa og inn í sal 1 þar sem enn voru auglýsingar fyrir myndina sem ég ætlaði á

The Happening 

 

Mér finnst yfirleitt gaman af þessum súperhetju myndum, maður er bara ekki þroskaðri en það, og engin breyting var á núna. Það er náttúrlega stórfínt að bjóða uppá Hulk til að jafna út stelpumyndina sex and the sity. Hulkarinn stóð vel fyrir sínu enda hef ég ekki séð mynd með Edward Northon klikka ennþá. 

Hulk

 

 

 Óli Stefán......sem er búinn að sjá tvær súperhetjumyndir á mánuði því auðvitað klikkaði hann ekki á Iron man

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vertu feginn að sjá hana ekki til enda, var á The happening í gær, ekki alveg að gera sig þessi mynd.

Stoi (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband