Farið að hitna undir Ása??

Allavega sá meistaraflokksráðið um æfingu á föstudag og tókst það snilldarlega upp hjá þeim. Við vorum klæddir og tilbúnir á hefðbundna æfingu þegar að Eggert Skúla og félagar í mfl ráði okkar ruddust inn í klefann með látum og ráku okkur inní rútu sem þeir höfðu pantað og þaðan var brunað útí sveit. Þegar að þangað var komið vorum við klæddir upp í hermannagalla og fórum í svokallaðan m16 leik. Skipt var í eldri yngri og auðvitað unnu yngri þennan byssuleik enda flestir þeirra ennþá að leika sér í byssó.

Geiri taldi sig sjá Þorfinn í felum þarna 

Ég tek hatt minn að ofan fyrir þjálfurum og stjórn fyrir þessa uppákomu enda hefur þetta gríðarlega mikið að segja uppá móralinn í liðinu sem er nú í hæstu hæðum. Ég bauð síðan öllu genginu heim í gítarpartý. Eins ótrúlegt og það hljómar þá virðist ekkert vera brotið og ekkert búið að míga uppí rúm í neinu herbergi en það telst til afreka þegar að þessi hópur er annarsvegar. Ætli það hafi haft eitthvað að segja að Dabbi Rú var fjarri góðu gamni???

 

Óli Stefán.....sem var hrikalega ánægður með Spánverja í gær


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband