Fjölnishljómsveit

Við Pétur Markan höfum lengi rætt það að hittast saman og taka lagið strákarnir í liðinu. Nú höfum við ákveðið að stofna hljómsveit. Við erum nú þrír sem glömrum eitthvað á gítar þannig að sú staða ætti að vera lítið vandamál. Pétur spilar síðan á píanó af stakri snilld og getur sungið líka þannig að þá er það afgreitt. Við erum með strák sem fór í 30 manna úrslit í Bandinu hans Bubba og ætti Eyþór því að geta tekið  að sér míkrófóninn. Markmannsþjálfarinn hann Þorsteinn Magnússon er víst ansi fær á bassann og svo er hann með húsnæði fyrir æfingar. Við eigum eftir að finna einhvern sem treystir sér á trommur og þá ættum við að verða nokkur klárir í gigg. Mikilvægasta staðan í bandinu verður þó kúabjallan sem Kristó tekur að sér því það veit hvert mannsbarn að ekki er hægt að stofna hljómsveit án þess að vera með kúabjöllu spilara og erum við því bara heppnir að hafa einn slíkan í liðinu.

Fyrsta æfing er framundan og um leið tekinn fundur. Á þessum fundi verður m.a farið yfir hverslags tónlist við tökum fyrir. Kristján Hauks og Ásgeir Ásgeirs fá ekki að koma nálægt því hvernig tónlist verður spiluð eftir hörmulega frammistöðu á klefamúsík. Einnig verður forvitnilegt hvaða nafn þessi hljómsveit mun bera en ég legg til að við tökum nafnið "Taktu þetta" eða jafnvel "Vesturlíf"

Við erum með fjöldann allan af flottum söngvörum í liðinu og minnsta mál að velja úr eftir því hvaða lög verða spiluð. Tommi Leifs getur séð um öll R&B lögin. Gústi er með þessa fínu bassarödd og sá ég á bloggi Kristós að hann gæti t.d tekið slagarann "Á sjó" Eyþór sér náttúrlega um Enrike Iglesias og Ási þjálfari sssól lögin. 

Það er því engum blöðum um að flétta að hér fer af stað svar okkar Fjölnismanna við Selfossliðinu sem á bara þetta "one hit wonder" (þó ekki Óla Palla) þegar að Ingó sló í gegn með lagið Bahamas.

 

Óli Stefán......sem er að reyna að ná í Einar Bárðar en það er bara alltaf á tali hjá honum. Spurning um að Gunni Valur verði ekki bara umboðsmaður okkar 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er með lag handa Gústa,

'Jón Tröll' með hinum mikla bassa Guðmundi Jónssyni. Hann raulaði það eftirminnilega á LaManga í fyrra.

kveðja úr Vesturbænum.

GJ (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 21:50

2 identicon

Ég er þegar byrjaður að skipurleggja gigg, bíð bara eftir að nafnið verði ákveðið og þá fara plakötin í prentun. Ólafur Ragnar umboðsmaður Sólarinnar ætlar að vera mér innan handar í þessu.

Gunni Valur (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 00:26

3 identicon

Það er vel athugandi að hver liðsmaður eigi sitt númer og sína þrumu með bandinu. Það færi t.d. vel á því að Ómar Hákonar aka Siglufjarðar-Guttormur tæki reglulega katalónska slagarann Ólei ólei með bandinu. Kunnugir vilja nefninlega meina að ekkert lag kveiki jafn mikið í tuddum og sé nú ekki talandi um ef rauðar kvígu nærbuxur svífi uppá á svið í miðju rennsli. Þá fyrst skelfur Sigló.

Andri Valur gæti síðan átt uppklappslagið sem væri svona rúsínan í pylsuendanum-punktrurinn yfir i-ið og kirsuberið sem fullkomnar hnölluna. Lagið sem ég hef í huga heitir Alice's resturant og er 37 mín. af töluðu máli þar sem heimsósómanum er gerður reikningsskil. Ef það kveikir ekki í píunum...

Svo alveg ótækt að gigga með þessu annars ágæta bandi án þess að taka hina epísku rokkballöðu Ísaðar gellur inní prógrammið. Nóg virðist af frambærilegum mönnum í liðinu til að syngja þann ástaróð svo þá gildir bara reglan fyrstur kemur -fyrstur fær...eina fulla Fjölnis mær. Nei grín.

Annars finnst mér nöfnin Flóin Fjötruð (Það er kannski betra nafn á ævisöguna hjá Óla) eða Flóin og Furstarnir áberandi bestu nöfnin á bandið.

Pétur (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 13:33

4 identicon

Flóin og furstarnir er snilldar nafn. Þetta er komið :)

Stoi (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 14:57

5 identicon

Það er naumast að Markan hefur þurft að létta á sér enda hafði maðurinn ekki sagt orð í 3 vikur af einhverjum völdum

17 (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband