Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

7.desember 2007

Takk kærlega fyrir afmæliskveðjurnar þið yndislega fólk sem munduð eftir mér. Þið hin getið bara étið það sem úti frýs. Þessi dagur er svosem ekkert merkilegri en aðrir dagar og er í raun svolítið asnalegt að halda upp á afmæli þegar maður er kominn yfir þrítugt því það gerir manni ekkert annað en að minna mann á hversu óhuggnalega gamall maður er orðinn. Ég er t.d í dag jafn gamall og mamma og pabbi voru þegar við fluttum til Noregs 1987 þá var ég 12 ára gamall. Ég er í dag fimm árum eldri en Janis Joplin, Jim Morrison og Jimmy Hendrix voru þegar að þau dóu. Ég er í dag 17 árum eldri en yngsti leikmaður mfl Fjölnis. Ég er í dag á sama aldri og Hjálmar Hallgrímsson, idolið mitt, var þegar að hann hætti í fótbolta. Þessar tölur tala sínu máli en þó er margt jákvætt við það að vera 32ja. T.d er ég þremur árum á eftir Gunna frænda sem er 35 ára(og bauð hann mér EKKI í afmælið sitt) Í dag er ég jafn gamall og Jankó var þegar hann kom hingað til lands í atvinnumennsku. Í dag er ég á sama aldri og Samuel L. Jackson var á þegar hann fékk aðeins hlutverk í auglýsingum.

Óli Stefán.....sem er það ungur ennþá að þetta dagatal gleður hans hjarta. Veljið dag til að fá jólasveina dans 


Reynsla Davíðs úr Grindavík

davidrunars[1]Helvíti væri ég mikið til í að skrifa niður brandara sem Dabbi sagði mér á æfingu áðan en ég er nokkuð viss um að ég fengi á baukinn ef hann myndi flakka hér. Ég á hins vegar til með að segja af þessum dreng eina svoleiðis snilldar sögu. Þannig var að þegar Davíð var að spila með Víking og Maggi Gylfa var að þjálfa þá. Víkingur var þá í úrvalsdeildinni eins og við í Grindavík og þeir voru að spila við okkur í Grindavík. (Þetta er leikurinn sem Mike skoraði okkar mark á síðustu mínútunni). Davíð var á bekknum og hefur greinilega leiðst að horfa á leikinn. Hann laumaði sér því í símann og hringdi á Mamma Mía og pantaði 16" pizzu með þreföldu beikonlagi. Hann bað sendilinn að koma með pizzuna upp á völl því hann væri að þjálfa Víking og héti Magnús Gylfason. 15mín seinna kemur einhver stúlka með pizzuna á bekkinn hjá Vikingum og spyr um Magga. Maggi snéri sér við og þá sagði stelpan "þetta gerir 2500kr" Maggi sem var ekki sáttur með sína menn á vellinum hellti sér yfir stelpu greyið sem hunskaðist í burt með pizzuna. Það besta er að Magnús veit ekkert hver gerði þetta og fór að kenna Vestamannaeyingum um þetta því þeir vildu ekki að Víkingur mundi vinna þennan leik og þetta hafi verið ráð til að koma honum úr jafnvægi.

Óli Stefán......sem getur ekki hætt að hlæja af þessari mynd 

 


Ási og fituprósenturnar

Það á heldur betur að koma mönnum í stand fyrir sumarið. Æfingarnar eru aldrei undir tveimur tímum því við bætum annað hvort útihlaupum eða lyftingum við æfingarnar. Þetta er samt langt frá því að vera leiðinlegt og er þessi tími yfirleitt fljótur að líða. Í dag vorum við t.d látnir mæla hámarksþyngd í lyftingum eða sú þyngd sem maður getur náð mest einu sinni. Yfirleitt er það bekkpressan sem heillar mest í þessum mælingum og það var sko engin undartekning á núna. Þvílíku öskrin og átökin sem menn voru að bjóða uppá til að ná kannski einu kílói meira en náunginn á undan. Við Óli Palli vorum tveir saman og ótrúlega samstíga í þessu öllu saman og náðum til að mynda að henda upp 95kg í bekknum. Ekki veit ég alveg hvað Ási ætlar að gera með þessar tölur en samt gaman að sjá hvar menn standa í þessu.

Við förum eins og ég hef oft sagt áður alltaf í pottinn eftir þessar lyftingar. Í kvöld vorum við svona 8 í pottinum ásamt Ása þjálfara að spjalla um daginn og veginn. Hitastigið á vatninu var frekar hátt í kvöld þannig að við sátum allir uppúr pottinum með fæturna bara ofan í vatninu. Allt í einu uppúr þurru segir Ási við mig "Óli þú veist að ég fitumæli svo allan hópinn" Ég semsagt er að spá í hvað fékk hann til að segja þetta við mig nánast uppúr þurru? Ég veit alveg að mér tekst alltaf að bæta aðeins á björgunarhringinn þegar við erum ekkert að æfa. En svo leit ég aðeins á strákana sem sátu við hliðina á mér og þá skildi ég þetta betur. Ég efast um að þeir hafi verið með meiri fituprósentu en svona 2 þannig að ég leit ekkert rosalega vel út með minn björgunarhring við hliðina á þeim. Samt held ég að það sé fínt að vera með svona 18-19 í fituprósentu á þessum tíma svo maður sýni framfarir í næstu mælingu sem verður vonandi rétt fyrir season. 

Óli Stefán..... sem er þrátt fyrir allt búinn að léttast um 2 kg síðan boltinn byrjaði 


Góð helgi

Það er heldur betur búið að vera nóg að gera um helgina. Á föstudag spiluðum við Fjölnismenn við Val í Egilshöllinni. Leikurinn var fínn sem slíkur og vorum við yfir 3-1 í hálfleik en töpuðum síðan 3-5. Gamli fékk að spila hafsent í leiknum og spilaði klukkutíma. Við fengum á þeim tíma 3 mörk á okkur og var ég í öllum mörkunum sem svíður nú svolítið en ég held samt að þau hafi nú ekki skrifast alveg 100% á mig. Að öðru leiti var ég mjög sáttur. Eyþór Atli hefur verið að æfa með okkur og staðið sig bara mjög vel. Hann spilaði fyrri hálfleik en fór svo útaf ásamt 5 öðrum leikmönnum í hálfleik.

Svona eins og nýjum leikmönnum sæmir þá bauð ég liðinu í "kaffi" eftir leik og var nátturlega bara stuð á okkur. Eyþór tók þar upp einn af mínum gíturum og sló algjörlega í gegn. Dóri hinn ungi varð algjörlega dolfallinn þegar Eyþór skellti sér í búning EnrikeIglesias og tók hina eiturmögnuðu ballöðu Hero. Ásmundur þjálfari segist hafa fengið ein 3 sms um nóttina þar sem hann var beðinn um að signa Eyþór Atla en þó ekki vegna knattspyrnu hæfileikanna heldur söng og gítarhæfileika ásamt einu öðru sem er kannski ekki við hæfi að skrifa um hér. 

Óli Stefán......sem er að fara á myndina Hitman eftir 10 min 

 


« Fyrri síða

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband